Þreföld rangstaða flugumferðarstjóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. desember 2023 16:01 Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun