Innlent

Eld­gosið raskar ekki flug­um­ferð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flug dagsins fari fram samkvæmt áætlun sem gefin var út verkfallanna vegna.
Flug dagsins fari fram samkvæmt áætlun sem gefin var út verkfallanna vegna. Vísir

Allt flug í dag er samkvæmt áætlun sem gerð var vegna verkfallaflugumferðarstjóra. Þær raskanir sem verða eru því ekki vegna eldgossins. Þetta segir Birgir Olgeirsson hjá PLAY.

Flugumferðarstjórar ákváðu að fresta áætluðum verkfallsaðgerðum á morgun í ljósi eldgossins en enn eimir eftir af aðgerðum gærdagsins.

„Það er ennþá verið að vinda ofan af þeim breytingum sem voru gerðar þá. Það er ekkert að gerast sem afleiðing af eldgosi. Þetta er allt afleiðing af gærdeginum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu.

Talsmaður Play segir að allar seinkanir á flugi þeirra hafi ekkert með eldgosið að gera og sé samkvæmt áætlun sem gefin var út síðastliðinn laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×