Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:36 Þriðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra í mánuðinum fer fram á mánudag að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira