Kjaramál

Fréttamynd

Tvísýnt um kjarasamninga kennara

Kennari í Menntaskólanum í Reykjavík segir vinnumat kennara vera ruddaskap. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hófst i vikunni og lýkur á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun

Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun

Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast

Verkalýðsforingjar um land allt vígreifir í ræðum sínum á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Formaður VR boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi og verkföll minni hópa í stað allsherjarverkfalla.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu

Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi.

Innlent
Fréttamynd

VR og VS ræða sameiningu

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS), sem haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi, samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að gengið yrði til viðræðna við VR um sameiningu félaganna.

Innlent
Fréttamynd

Formannsskipti eftir kjör í VM

Guðmundur Helgi Þórarinsson hafði betur gegn nafna sínum, Guðmundi Ragnarssyni, í kjöri til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Innlent
Fréttamynd

Áætlun vegna ljósmæðradeilu

Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðs­áætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið.

Innlent