Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Þrýstingur hefur verið á framlegð Haga undanfarið. Fréttablaðið/Sigtryggur Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent