Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 23:56 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkballsboðun Eflingar þann 8. mars meðal hreingerningafólks á hótelum var samþykkt í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða 89%. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin telst nú samþykkt af félagsmönnum og verður afhent Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara strax eftir að skrifstofur opna á morgun, föstudaginn 1. mars. Á kjörskrá voru 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði niðurstöðuna byr undir báða vængi í komandi baráttu. „Félagsmenn hafa talað. Ég er innilega stolt af félagsmönnum okkar sem hafa sent mjög skýr og kröftug skilaboð með atkvæðum sínum. Það var ótrúlegt að upplifa andrúmsloftið á vinnustöðunum þar sem við skipulögðum atkvæðagreiðslur.“ Á morgun mun Efling svo tilkynna um víðtækari verkfallsaðgerðir sem verða samstilltar með VR og ná lengra fram í tímann, að því er segir í tilkynningu. Þeir félagar í Eflingu sem vinna samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur vegna vinnu á veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi voru kjörgengir í atkvæðagreiðslunni, sem hófst á mánudag og lauk klukkan tíu í kvöld. Verkfallið mun því ná til starfsfólks sem sinnir öllum þrifum, hreingerningum og frágangi herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Verkballsboðun Eflingar þann 8. mars meðal hreingerningafólks á hótelum var samþykkt í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða, eða 89%. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin telst nú samþykkt af félagsmönnum og verður afhent Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara strax eftir að skrifstofur opna á morgun, föstudaginn 1. mars. Á kjörskrá voru 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði niðurstöðuna byr undir báða vængi í komandi baráttu. „Félagsmenn hafa talað. Ég er innilega stolt af félagsmönnum okkar sem hafa sent mjög skýr og kröftug skilaboð með atkvæðum sínum. Það var ótrúlegt að upplifa andrúmsloftið á vinnustöðunum þar sem við skipulögðum atkvæðagreiðslur.“ Á morgun mun Efling svo tilkynna um víðtækari verkfallsaðgerðir sem verða samstilltar með VR og ná lengra fram í tímann, að því er segir í tilkynningu. Þeir félagar í Eflingu sem vinna samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur vegna vinnu á veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi voru kjörgengir í atkvæðagreiðslunni, sem hófst á mánudag og lauk klukkan tíu í kvöld. Verkfallið mun því ná til starfsfólks sem sinnir öllum þrifum, hreingerningum og frágangi herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07