Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þeim á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28