Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:29 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Mynd/Stöð 2 Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira