Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2019 16:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vihelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið fram á við stjórn Bankasýslu ríkisins að hún komi því á framfæri við stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka með afdráttarlausum hætti að ráðuneytið telji að endurskoða eigi launaákvarðanir æðstu starfsmanna bankanna tafarlaust.Þetta segir Bjarni í bréfi til stjórnar Bankasýslu ríkisins en þar fer hann fram á að brugðist verði við launaskriði æðstu stjórnenda bankanna með undirbúningi á breytingum á starfskjarastefnum sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna. Bjarni segir í bréfi sínu að af svörum bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslandsbanka til Bankasýslunnar, sem bárust í síðastliðinni viku, megi ráða að ákvarðanir um launasetningu sé ekki settar í samhengi við og taki ekki tillit til annarra mikilvægra þátta eigendastefnunnar frá árinu 2017. Þannig hafa laun æðstu starfsmanna sem fjallað er um í svarbréfum bankanna verið ákveðin úr hófi og leiðandi. Er það mat ráðuneytisins að bankarnir hafi með launaákvörðunum fyrir æðstu stjórnendur ekki virt þau tilmæli sem beint var til þeirra í upphafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagnvart nýkjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. „Við þá stöðu verður ekki unað,“ segir Bjarni í bréfi sínu til Bankasýslunnar. Traust og trúnaður verði að geta ríkt á milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi. „Launaákvarðanir bankanna hafa nú þegar haft veruleg neikvæð áhrif á orðspor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásættanleg skilaboð inn í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.“ Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið fram á við stjórn Bankasýslu ríkisins að hún komi því á framfæri við stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka með afdráttarlausum hætti að ráðuneytið telji að endurskoða eigi launaákvarðanir æðstu starfsmanna bankanna tafarlaust.Þetta segir Bjarni í bréfi til stjórnar Bankasýslu ríkisins en þar fer hann fram á að brugðist verði við launaskriði æðstu stjórnenda bankanna með undirbúningi á breytingum á starfskjarastefnum sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna. Bjarni segir í bréfi sínu að af svörum bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslandsbanka til Bankasýslunnar, sem bárust í síðastliðinni viku, megi ráða að ákvarðanir um launasetningu sé ekki settar í samhengi við og taki ekki tillit til annarra mikilvægra þátta eigendastefnunnar frá árinu 2017. Þannig hafa laun æðstu starfsmanna sem fjallað er um í svarbréfum bankanna verið ákveðin úr hófi og leiðandi. Er það mat ráðuneytisins að bankarnir hafi með launaákvörðunum fyrir æðstu stjórnendur ekki virt þau tilmæli sem beint var til þeirra í upphafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagnvart nýkjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. „Við þá stöðu verður ekki unað,“ segir Bjarni í bréfi sínu til Bankasýslunnar. Traust og trúnaður verði að geta ríkt á milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi. „Launaákvarðanir bankanna hafa nú þegar haft veruleg neikvæð áhrif á orðspor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásættanleg skilaboð inn í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.“
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira