Palestína

Fréttamynd

Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkra­húsið eftir í eyði

Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Gangast við því að hafa drepið Palestínu­menn á strönd eftir birtingu mynd­skeiðs

Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Kenna öryggisráðinu um „galnar“ kröfur Hamas

Sendinefnd Ísrael hefur yfirgefið Doha, þar sem friðarviðræður milli Ísraela og Hamas hefur farið fram. Ráðamenn í Ísrael segja friðarviðræðurnar hafa strandað á hörðum kröfum Hamas og kenna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni um.

Erlent
Fréttamynd

Biðin að lengjast og skil­yrðin þrengjast

Íslensk kona sem kom frá Egyptalandi í nótt segir að biðin eftir því að koma fólki yfir landamærin frá Gasa virðist vera að lengjast. Henni telst til að um 140 manns hafi hingað til komist yfir landamærin með hjálp Íslendinga og enn séu sjálfboðaliðar staddir úti.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get ekki gert upp á milli barna“

Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið.

Lífið
Fréttamynd

Stór­mál fari Ísrael ekki eftir á­lyktun öryggis­ráðsins

Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um.

Erlent
Fréttamynd

Netanjahú í fýlu við Biden

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas.

Erlent
Fréttamynd

Öryggis­ráð SÞ sam­þykkir á­lyktun um vopna­hlé á Gasa

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna.

Erlent
Fréttamynd

Hafna til­lögu um „brýnt vopna­hlé“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Er of seint að koma í veg fyrir hungur­sneyð?

Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum.

Erlent
Fréttamynd

Veita aftur fé til UNRWA

Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Heru Bjarkar

Sæl Hera, við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar funda með UNRWA

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA.

Innlent
Fréttamynd

Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt fyrir sál­rænan bata að fá góðar mót­tökur

Rauði krossinn býðst til þess að veita öllum sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum sem var bjargað út úr Gasasvæðinu á dögunum áfallahjálp. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að geri megi ráð fyrir að flestir þeirra beri mörg áföll á bakinu og því sé mikilvægt fyrir sálrænan bata þeirra að Íslendingar taki vel á móti þeim.

Innlent
Fréttamynd

Svíar og Kanada­menn hefja greiðslur á ný

Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023.

Erlent