Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 14:34 Ályktunin var samþykkt með 71 atkvæði gegn 13. EPA/Abir Sultan Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira