„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 13:35 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. „Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“ Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
„Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“
Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12