Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar 29. júlí 2025 07:31 Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Trúmál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 26.07. s.l. birtist hér á vefnum grein eftir Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, Ísrael – brostnir draumar og lygar, og hafi hún þökk fyrir gagngera grein, ekki síst þar sem málið snertir hana persónulega. Það er ljóst og er vitað, að sagan endurtekur sig í sífellu, burtséð frá allri upplýsingu og menntun mannsins. Gaza er lifandi mynd hins pólitíska og illvíga hrærigrauts. Þegar farið er ofaní saumana á sögu hinna stríðandi fylkinga kemur í ljós að þær eiga sér sameiginlegan forföður, Abraham með synina tvo, Ísak og Ísmael, þ.e. forfeður Hebrea/Ísraels og araba. Heimildir eru um þá m.a. í Fyrstu Mósebók, Gamla testamentinu. Um Ísmael er sagt: „Statt þú upp (Hagar), reistu sveininn á fætur og leiddu hann þér við hönd, því að ég mun gjöra hann að mikilli þjóð“(1 Mós. 21.18). Hvað Abraham sjálfan varðar, þá er málið eilítið annað: „Og eg mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera.........og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“ (1 Mós. 12.2-3). Ennfremur nokkru síðar: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat......“ (1 Mós. 15.18- 19). Til viðbótar, þá er nafnið Ísrael af guðlegum toga þar sem Guð veitti það syni Ísaks, Jakobi, og nefndi hann Ísra-el. Sáttmálanum við Abraham í 15. kaflanum er verulega hampað af Ísrael og stuðningmönnum þess ríkis, í því að orðið „sæði“ er tekið sem í þágufalli fleitölu, þannig að tilgreint landssvæði er þannig gjöf Guðs til hinna sönnu afkomenda Abrahams gegnum Ísak, en ekki Ísmael. Hin kristna, vestræna menning lítur á fyrirheitið í 15. kafla Fyrstu Mósebókar sem fyrirheit til handa Ísrael. Það er hinsvegar vert að það athugist, að orðið „sæði“ er þarna í eintölu, ekki fleirtölu, og á í raun réttri við um Jesúm Krist og síðan alla þá sem veita honum viðtöku, sbr. skýra afstöðu Páls postula í Galatabréfinu 3.16. Ísrael hefur samkvæmmt ofangreindu talið sig eiga rétt á þessu landssvæði frá örófi alda. Þessu til viðbótar liggur til grundvallar túlkun hins almenna kristna heims og mögulega Ísraels einnig, að samkvæmt spádómsorði Daníelsbótkar, 8. og 9. kafla, þá hófst hinn eiginlegi tími Ísraels 2300 árum eftir að enduruppbygging múra Jerúsalemborgar hófst á dögum Nehemía spámanns árið 444 f. Kr., sem uppfylltist árið 1948, þannig að það ártal er engin tilviljun í sögu Ísraels. Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning upp til hópa? Það helgast að ætla má af því að litið er á Ísraelsríkið sem uppfyllingu fyrirheitisins gefið Abraham, og þar sem slíkt fyrirheit er beint frá Guði komið er til einskis að berjast gegn því. Með þessu móti hefur það frítt spil gegn íbúum Gaza og mun valta endanlega yfir land og þjóð að öllu óbreyttu. Hér er ekki einungis um pólitísk átök að ræða heldur ævagamalt og illvígt trúarbragðastríð, þar sem áhrifavaldar í veraldarpólitík kristinnar menningar eru seldir undir sömu hugmyndafræði og Ísrael, að ekki sé minnst á framtíðarsýnina í ljósi ætlaðra heimsslita, þriðja musterisins, skamms valdatíma andkrists og endanlegs ríkis Messíasar. Þjóðernishreinsunarstefna Ísraels á sér langa sögu. Haft var fyrir satt að alvaran hafi hafist fyrir alvöru í valdatíð A. Sharons. Dæmið var sett upp eftirfarandi. Ariel White - hvítur þvottur Ariel Color - litaður þvottur Ariel Sharon - þjóðernishreinsun. Þannig að það sé á hreinu: Ísrael í dag er ekki hinn fyrirheitni afkomandi Abrahams og þar með ekki útvalin þjóð Guðs.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun