Palestína

Fréttamynd

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Hryðju­verka­sam­tök fyrir botni Mið­jarðar­hafs – vanda­málið sem enginn vill ræða

Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Fundu 2.700 ára gamalt klósett í Jerúsalem

Ísraelskir fornleifafræðingar fundu nýverið rúmlega 2.700 ára gamalt einkaklósett í Jerúsalem. Slíkt var mjög sjaldgæft á þessum tíma og aðeins hinir ríkustu gátu verið með klósett heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

„Eðlilegt líf“ undir kjafti byssunnar

Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér:

Skoðun
Fréttamynd

Hófu skot­hríð á palestínska mót­mælendur

Hundruð palestínskra mót­mælenda særðust þegar Ísraels­her hóf skot­hríð á þá í gær. Mót­mælendurnir höfðu safnast saman við ó­lög­lega út­varðar­stöð Ísraels­manna á Vestur­bakkanum til að mót­mæla henni.

Erlent
Fréttamynd

Fluttur á bráða­­deild með á­verka eftir hand­tökuna

Annar Palestínu­mannanna sem lög­regla hand­tók í hús­næði Út­lendinga­stofnunar á þriðju­dags­morgun var fluttur á bráða­deild Land­spítala með á­verka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Palestínu­menn af­þakka bólu­efni frá Ísrael

Palestínsk yfirvöld hafa dregið sig út úr samningi við Ísrael en samkvæmt honum átti Palestína að fá minnst milljón skammta af Covid-19 bóluefni. Palestínumenn segja Pfizer-skammtana of nálægt því að renna út.

Erlent
Fréttamynd

Út­­lendinga­­stofnun getur ekki hætt að senda til Grikk­lands

Út­lendinga­stofnun telur sig al­gjör­lega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínu­mannanna fjór­tán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, hús­næði og fæði. Hún geti ekki tekið mál ein­stak­linganna til efnis­legrar með­ferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikk­landi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan heldur áfram

Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi.

Erlent
Fréttamynd

Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn

Það vill gleymast í umfjöllun fjölmiðla og áhorfenda um fjöldamorðin á hernumdu svæðunum í Palestínu, að Gaza, þar sem fórnarlömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borgarar, konur og börn, er í raun flóttamannabúðir.

Skoðun
Fréttamynd

Erfið enduruppbygging framundan á Gasa

Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé hefur tekið gildi

Vopna­hlés­samningur milli Ísraels­manna og Hamas-sam­takanna tók gildi nú klukkan 23 á ís­lenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkis­stjórn Ísraels hefði á­kveðið að ganga að samningnum en ó­ljóst var hve­nær hann myndi taka gildi.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkja vopna­hlé á Gasa

Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fjór­tán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Co­vid-próf

Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag

Benja­mín Netanja­hú, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við á­kalli Banda­ríkja­for­seta Joe Bidens um að draga veru­lega úr loft­á­rásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir sam­tal þeirra í dag að hann myndi gefa í á­rásirnar.

Erlent
Fréttamynd

Lágmarksréttindi

Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C.

Skoðun