„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 18:47 Arndís gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega, fyrir færslu sem hann birti á Facebook í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41