Blóðsúthellingar í nafni friðar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 9. janúar 2024 16:01 Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar