Gangan er sú sjöunda sem gengin er síðan stríðið á Gasa hófst 7. október. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi með kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, sem nú er tekin fyrir í alþjóðadómstólnum í Haag. Gengið var frá utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll.
„Fjölskyldusameiningar strax! Alþjóðlega vernd fyrir Palestínufólk strax! Vopnahlé strax! Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael! Beitið viðskiptaþvingunum á Ísrael!“ voru aðrar kröfur mótmælenda.




