Fótbolti

Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar Viktors Bjarka Daðasonar í FC Kaupmannahöfn fagna íslenska framherjanum á Nývangi í kvöld.
Liðsfélagar Viktors Bjarka Daðasonar í FC Kaupmannahöfn fagna íslenska framherjanum á Nývangi í kvöld. Getty/Pedro Salado

Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að blómstra í Meistaradeildinni í fótbolta og hann kom FCK Kaupmannahöfn yfir á móti Barcelone á Nývangi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.

Viktor skoraði markið sitt strax á fjórðu mínútu leiksins. Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elyounoussi og afgreiddi boltann af mikilli yfirvegun fram hjá Joan Garcia í marki Barcelona.

Þetta var þriðja mark Viktors Bjarka í sex fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni en hann hefur alls skorað sjö mörk í sextán leikjum fyrir aðallið FCK á sinni fyrstu leiktíð með danska liðinu.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari íslenska landsliðsins er á leiknum og það verður erfitt fyrir hann að velja ekki Viktor í landsliðið í fyrsta sinn þegar liðið kemur næst saman.

Það má sjá markið hans Viktors hér fyrir neðan.

Klippa: Viktor kemur FCK yfir á móti Barcelona á Nývangi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×