Noregur

Fréttamynd

Breivik tekur ekki prófin

Norski hryðjuverkaðurinn Anders Behring Breivik, sem drap 77 samlanda sína og særði 158 í einhverjum verstu hryðjuverkjum seinni tíma í Evrópu í júlí 2011, hefur sagt sig úr þremur áföngum sem hann hafði skráð sig í við Háskólann í Osló. Hann mun því ekki taka lokaprófin.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár frá voðaverkunum í Útey

Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdust með Vikernes um nokkurt skeið

Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist elska Anders Breivik

Norskur karlmaður, búsettur í Vejle í Danmörku, fékk í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir stuðningsyfirlýsingar við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmaður Breiviks dæmdur

Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður frá Vejle í Danmörku hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við fjöldamorðingjann Anders Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Konungur Noregs yfir­gaf höll sína þegar brunarvarnarkerfi fór í gang

Haraldur Noregskonungur og Sonja konan hans þurftu að yfirgefa konungshöllina í morgun þegar brunavarnarkerfið fór í gang. Allt starfsfólk konungshirðarinnar yfirgaf einnig höllina með konungshjónunum. Ola Krokan, varðstjóri hjá lögreglunni í Osló, segir að konungshjónin hafi þegar verið búin að yfirgefa höllina þegar slökkviliðið og lögregla komu á vettvang. Enginn eldur reyndist vera í húsinu, en kerfið fór í gang þegar vifta bilaði. Haraldur kóngur var á fundi með forseta Litháen þegar kerfið fór í gang.

Erlent
Fréttamynd

Breivik má hafa kúlupenna

Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.

Erlent
Fréttamynd

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Innlent
Fréttamynd

Breivik kvartar undan mannréttindabrotum

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Breivik ætlar ekki að áfrýja

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik ætlar ekki að áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í lok ágúst vegna hryðjuverkanna í miðborg Oslóar og Útey síðasta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Meintir morðingjar neita sök

Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir.

Erlent
Fréttamynd

Fannst látin í skógarlundi

Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn ánægðir með dóminn yfir Breivik

Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Breivik sem í gær var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir fjöldamorðin í Útey og sprengjuárásina í Osló í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn

Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum.

Erlent
Fréttamynd

Erfiðum réttarhöldum lokið

Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan.

Erlent
Fréttamynd

Breivik sakhæfur - lífstíðar fangelsi

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur verið dæmdur sakhæfur og að hann hafi ekki verið haldinn geðrofi þegar hann framdi ódæðisverk sín á síðasta ári. Þetta tilkynnti dómari í máli hans í Ósló nú fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Dómur yfir Breivik í dag

Dómur verður kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivk í dag. Búist er við fjölmenni við dómshúsið í miðborg Ósló en aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstaddir dómsuppkvaðninguna.

Erlent
Fréttamynd

Dómurinn kveðinn upp á morgun

Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldin kostað 3,3 milljarða

Kostnaðurinn vegna réttarhaldanna yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik í Osló síðustu vikur er kominn upp í 165 milljónir norskra króna, eða um 3,3 milljarða íslenskra króna. Fjallað er um málið á vef Aftenposten í morgun.

Innlent