Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 10:23 Sjómaður fylgist með mjaldrinum á sundi úti fyrir Finnmörku. Skjáskot/NRK Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna. Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna.
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira