Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 12:27 Frá vettvangi í Mehamn í gær. TV2/Christoffer Robin Jensen Íslenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í Noregi í gær hafði áður haft í hótunum við hann og var í nálgunarbanni, að sögn norsku lögreglunnar. Ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra manninn. Tveir Íslendingar eru í haldi norsku lögreglunnar vegna dauða Gísla Þórs Þórarinssonar í bænum Mehamn í Finnamörk í norðanverðum Noregi í fyrrinótt. Hvorki norska né íslenska lögreglan hefur greint frá nafni hans en systir hans staðfesti það við Vísi í hádeginu. Norska lögreglan sagðist ekki ætla að birta nafnið þar sem íslensk yfirvöld hefðu ekki staðfest að náðst hefði í alla aðstandendur. Í tilkynningu frá norsku lögreglunni segir að hún hafi haft hótanir hálfbróður Gísla Þórs í garð hans til rannsóknar. Hálfbróðirinn hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann 17. apríl. Bæði hálfbróðirinn og annar íslenskur maður sem var handtekinn vegna dauða Gísla Þórs verða leiddir fyrir dómara á morgun. Lögreglan segir að annar þeirra sé grunaður um að hafa valdið dauða Gísla Þórs en hinn um að hafa átt aðild að því. Jafnframt kemur fram að hálfbróðirinn hafi enn ekki viljað láta yfirheyra sig. Óskað verði eftir fjögurra vikna gæsluvarðhaldi yfir honum og einangrunarvist en einnar viku gæsluvarðhaldi yfir hinum. Reynt verði að yfirheyra þá í vikunni. Lögmaður mannsins sem er grunaður um aðild að dauða Gísla Þórs sagði að hann neitaði sök. Hálfbróðirinn skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann virðukenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í Noregi í gær hafði áður haft í hótunum við hann og var í nálgunarbanni, að sögn norsku lögreglunnar. Ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra manninn. Tveir Íslendingar eru í haldi norsku lögreglunnar vegna dauða Gísla Þórs Þórarinssonar í bænum Mehamn í Finnamörk í norðanverðum Noregi í fyrrinótt. Hvorki norska né íslenska lögreglan hefur greint frá nafni hans en systir hans staðfesti það við Vísi í hádeginu. Norska lögreglan sagðist ekki ætla að birta nafnið þar sem íslensk yfirvöld hefðu ekki staðfest að náðst hefði í alla aðstandendur. Í tilkynningu frá norsku lögreglunni segir að hún hafi haft hótanir hálfbróður Gísla Þórs í garð hans til rannsóknar. Hálfbróðirinn hafi verið úrskurðaður í nálgunarbann 17. apríl. Bæði hálfbróðirinn og annar íslenskur maður sem var handtekinn vegna dauða Gísla Þórs verða leiddir fyrir dómara á morgun. Lögreglan segir að annar þeirra sé grunaður um að hafa valdið dauða Gísla Þórs en hinn um að hafa átt aðild að því. Jafnframt kemur fram að hálfbróðirinn hafi enn ekki viljað láta yfirheyra sig. Óskað verði eftir fjögurra vikna gæsluvarðhaldi yfir honum og einangrunarvist en einnar viku gæsluvarðhaldi yfir hinum. Reynt verði að yfirheyra þá í vikunni. Lögmaður mannsins sem er grunaður um aðild að dauða Gísla Þórs sagði að hann neitaði sök. Hálfbróðirinn skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann virðukenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45