Norskir fjölmiðlar greindu frá því í kvöld að Skolmen hafi andast fyrr í dag, en hann var einn ástsælasti leikari Noregs.
Skolmen starfaði lengi hjá norska ríkissjónvarpinu áður en hann sló í gegn í Sällskapsresan árið 1980. Spannaði leiklistarferill hans um þrjátíu ár.
Síðasta hlutverk Skolmen var einmitt sem Ole Bramserud í kvikmyndinni The Stig-Helmer Story, þeirri sjöttu og síðustu í röð Sällskapsresan-myndanna. Í myndunum sagði frá ævintýrum og vináttu hins óframfærna Svía, Stig-Helmer Olsson, og hins glaðværa Norðmanns, Ole Bramserud.