Tímamót

Fréttamynd

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára

Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dagur pabbi í þriðja sinn

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson og eiginkona hans Arna Einarsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í gær þegar hraustlegur drengur kom í heiminn. Fyrir áttu þau fimm ára stelpu og fjögurra ára gamlan strák.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að lýsa tilfinningunni

Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. 

Lífið