Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:32 Frá vinstri má sjá þá Kristján, Jón Bjarna, Stefán Karl og Pál í dag. Aðsend Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar. Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar.
Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira