Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 20:28 Kanye West og Kim Kardashian. Getty/Mark Sagliocco Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum. Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira