Nýja-Sjáland

Fréttamynd

Ný­­sjá­­lendingar þre­falda ferða­manna­gjaldið

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að þrefalda gjald sem ferðamenn þurfa að greiða við komu til landsins. Gjaldið fer úr 35 nýsjálenskum dölum í hundrað, sem jafngildir um þrjú þúsund íslenskum krónum í tæpar níu þúsund krónur.

Erlent
Fréttamynd

Neil Gaiman sakaður um kyn­ferðis­of­beldi

Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér.

Erlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri sagði samsæringi að fara í rass­gat

Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður segir af sér eftir búðar­hnupl

Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla.

Erlent
Fréttamynd

Nýja-Sjá­land verði ekki reyk­laust

Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. 

Erlent
Fréttamynd

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári

Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Hipkins tekur við af Ardern

Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Katrín segir sjónar­­svipti að hinni sjarmerandi Ardern

Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Ardern segir af sér

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Erlent
Fréttamynd

Kallaði þingmann hrokafullan fávita

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast.

Erlent