Erlent

Bæjar­stjóri sagði samsæringi að fara í rass­gat

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Thames-Coromandel eru sagðir hafa tekið vel í svar bæjarstjóra þeirra við kröfu samsærings um nöfn og heimilsföng opinberra starfsmanna.
Íbúar Thames-Coromandel eru sagðir hafa tekið vel í svar bæjarstjóra þeirra við kröfu samsærings um nöfn og heimilsföng opinberra starfsmanna. Getty

Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Salt sagði nýsjálenskum miðli að þessi einstaklingur, sem teldi sig ekki heyra undir yfirvöld á Nýja Sjálandi, hafa áreitt opinbert starfsfólk og meðlimi bæjarráðs um árabil.

Bæjarstjórinn tók beiðni um nöfn og heimilisföng fólks sem stigmögnun og ógnun.

Í svari sínu skrifaði Salt að samsæringurinn ætti að vista svarið ef hann þyrfti á því að halda í framtíðinni, af lagalegum ástæðum.

„Opinbert svar mitt, sem bæjarstjóri Thames-Corromandel, við beiðni þinni um upplýsingar um nöfn og heimilsföng starfsmanna eru þessi.“

„Farðu í rassgat. Bestu kveðju, Len.“

Þetta var svar við pósti þar sem umræddur samsæringur var að saka Salt og bæjarráð um að brjóta lög og reyna að hneppa sig og aðra í þrældóm. Salt segir áreiti og ógnanir gegn opinberu starfsfólki og stjórnmálamönnum hafa aukist til muna.

Pólitískur andstæðingur Salts birit póstinn fyrstur manna á samfélagsmiðlum, með því markmiði að koma höggi á bæjarstjórann. Hann segir viðbrögðin þó hafa verið þveröfug.

„Ég hef fengið gífurlega mikið af jákvæðum viðbrögðum og þar á meðal frá öðrum bæjarstjórum og stjórnmálamönnum, fyrrverandi og núverandi, íbúum bæjarins og öðrum.“

Hann sagði vandamálið ekki það að einn bæjarstjóri hafi blótað, heldur verði opinberir starfsmenn fyrir hótunum á hverjum degi. Færa þurfi umræðuna á hærra stig.

„Ég lofa að hætta að blóta af við náum því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×