Ástralía

Fréttamynd

Olivia Newton-John er látin

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti

Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese.

Erlent
Fréttamynd

Telur sig hafa borið kennsl á So­mer­ton-manninn

Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar

Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange

Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli

Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum.

Erlent
Fréttamynd

Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu

Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. 

Erlent
Fréttamynd

Nick Cave missir annan son

Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Lífið
Fréttamynd

Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus

Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna.

Erlent
Fréttamynd

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Lífið
Fréttamynd

Boðar til kosninga í maí

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.

Erlent