Ástralía Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Erlent 11.9.2022 11:48 Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. Erlent 10.9.2022 10:26 Braut og bramlaði eftir tap: „Ég er eyðilagður“ Ástralinn Nick Kyrgios var í öngum sér eftir tap fyrir Rússanum Karen Khachanov á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Hann braut tvo tennisspaða eftir tapið. Sport 7.9.2022 13:30 Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04 40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi. Erlent 25.8.2022 08:09 Segja hákarlanetin ekki virka og fjölda annara dýra flækjast í þeim Paula Masselos, bæjarstjóri Waverley nærri Sydney, vill hætta notkun hákarlaneta við hina vinsælu Bondi strönd, þar sem hún segir netin ekki virka og vera skaðleg öðrum sjávarlífverum. Erlent 18.8.2022 12:27 Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16 Olivia Newton-John er látin Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Lífið 8.8.2022 19:36 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Erlent 4.8.2022 09:33 Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Formúla 1 1.8.2022 15:45 Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17 Fátt um svör eftir að sextán kóalabirnir fundust dauðir Sextán kóalabirnir hafa fundist dauðir á trjáplantekru í Viktoríuríki í Ástralíu en dánarorsök þeirra er ókunn. Þrettán birnir fundust dauðir 14. júní síðastliðnir og þrír hafa fundist eftir það. Erlent 11.7.2022 10:58 Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03 Um fimmtíu þúsund manns ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna flóða Um fimmtíu þúsund manns í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða sem hrjá borgina. Erlent 5.7.2022 07:05 Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni. Erlent 3.7.2022 10:06 Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Erlent 20.6.2022 12:20 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18.6.2022 13:45 Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Fótbolti 16.6.2022 10:01 Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 13.6.2022 21:35 Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. Bíó og sjónvarp 10.6.2022 11:38 Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27 Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. Erlent 22.5.2022 11:20 Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. Erlent 21.5.2022 12:15 Íbúar Queensland gætu þurft að flýja heimili sín vegna flóða Fjöldi íbúa í fylkinu Queensland í Ástralíu hefur þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða á svæðinu. Erlent 13.5.2022 08:05 Nick Cave missir annan son Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lífið 9.5.2022 17:12 Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30 Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. Viðskipti erlent 6.5.2022 15:09 Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka. Lífið 1.5.2022 13:11 Boðar til kosninga í maí Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli. Erlent 11.4.2022 08:46 Leclerc hraðastur í Ástralíu | Verstappen komst ekki í mark Charles Leclerc á Ferrari var fyrstur í mark í Ástralíukappakstrinum í morgun. Hann er kominn með gott forskot í keppni ökuþóra eftir sigurinn. Formúla 1 10.4.2022 11:01 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 21 ›
Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. Erlent 11.9.2022 11:48
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. Erlent 10.9.2022 10:26
Braut og bramlaði eftir tap: „Ég er eyðilagður“ Ástralinn Nick Kyrgios var í öngum sér eftir tap fyrir Rússanum Karen Khachanov á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Hann braut tvo tennisspaða eftir tapið. Sport 7.9.2022 13:30
Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04
40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi. Erlent 25.8.2022 08:09
Segja hákarlanetin ekki virka og fjölda annara dýra flækjast í þeim Paula Masselos, bæjarstjóri Waverley nærri Sydney, vill hætta notkun hákarlaneta við hina vinsælu Bondi strönd, þar sem hún segir netin ekki virka og vera skaðleg öðrum sjávarlífverum. Erlent 18.8.2022 12:27
Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16
Olivia Newton-John er látin Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Lífið 8.8.2022 19:36
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Erlent 4.8.2022 09:33
Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Formúla 1 1.8.2022 15:45
Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17
Fátt um svör eftir að sextán kóalabirnir fundust dauðir Sextán kóalabirnir hafa fundist dauðir á trjáplantekru í Viktoríuríki í Ástralíu en dánarorsök þeirra er ókunn. Þrettán birnir fundust dauðir 14. júní síðastliðnir og þrír hafa fundist eftir það. Erlent 11.7.2022 10:58
Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03
Um fimmtíu þúsund manns ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna flóða Um fimmtíu þúsund manns í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða sem hrjá borgina. Erlent 5.7.2022 07:05
Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni. Erlent 3.7.2022 10:06
Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Erlent 20.6.2022 12:20
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18.6.2022 13:45
Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Fótbolti 16.6.2022 10:01
Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 13.6.2022 21:35
Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless. Bíó og sjónvarp 10.6.2022 11:38
Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27
Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. Erlent 22.5.2022 11:20
Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. Erlent 21.5.2022 12:15
Íbúar Queensland gætu þurft að flýja heimili sín vegna flóða Fjöldi íbúa í fylkinu Queensland í Ástralíu hefur þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða á svæðinu. Erlent 13.5.2022 08:05
Nick Cave missir annan son Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lífið 9.5.2022 17:12
Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30
Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. Viðskipti erlent 6.5.2022 15:09
Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka. Lífið 1.5.2022 13:11
Boðar til kosninga í maí Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli. Erlent 11.4.2022 08:46
Leclerc hraðastur í Ástralíu | Verstappen komst ekki í mark Charles Leclerc á Ferrari var fyrstur í mark í Ástralíukappakstrinum í morgun. Hann er kominn með gott forskot í keppni ökuþóra eftir sigurinn. Formúla 1 10.4.2022 11:01