Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:44 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli, bæði í Ástralíu og út um allan heim, en fólkið lést eftir að hafa verið boðið til hádegisverðar á heimili Patterson í bænum Leongatha í Viktoríu í júlí síðastliðnum. Viðstaddir voru Don og Gail Patterson, foreldrar fyrirverandi eiginmanns Erin, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar Ian. Á boðstólnum var Beef Wellington en eftir máltíðina sýndu öll fjögur einkenni eitrunar og voru flutt á sjúkrahús. Don, Gail og Heather létust en Ian lifði. Erin Patterson var fljótlega grunuð um græsku en talið er að sveppirnir sem hún notaði við eldamennskuna hafi verið grænserkir, sem eru með eitruðustu sveppum heims. Athygli vakti að tvö börn hennar og eiginmannsins fyrrverandi voru viðstödd máltíðina en fengu annan mat. Í gær dró til tíðinda þegar Patterson var handtekinn en þegar greint var frá ákærum í málinu kom í ljós að hún er einnig grunuð um að hafa þrisvar sinnum gert tilraun til að koma fyrrverandi fyrir kattarnef. Patterson hefur neitað sök í málinu og sagst hafa notað sveppi sem hún keypti út í búð og þurrkaða sveppi sem hún keypti á asískum markaði mánuðum áður.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Tengdar fréttir Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28