Ástralía

Fréttamynd

Dragstjarnan „Dame Edna“ látin

Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar

„Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi.  Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans.

Innlent
Fréttamynd

Drottnari í fangelsi eftir að undir­lægjan drap kærastann

Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar vilja ekki borga með Karli

Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kyn­lífs­s­vall og svefn­leysi banar poka­köttum

Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar benda til að karlkyns pokakettir fórni svefni til að tryggja sér kynlíf og að þessi forgangsröðun spili stóran þátt í ótímabærum dauða þeirra. Rannsóknin bendir til að karldýrin ferðist langar vegalengdir í von um að finna kvendýr og sleppi því að sofa á meðan. 

Erlent
Fréttamynd

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Erlent
Fréttamynd

Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið

Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð.

Erlent
Fréttamynd

Nágrannar snúa aftur á Stöð 2 árið 2023

Þau sögulegu tíðindi urðu í gær að Nágrannar kvöddu sjónvarpsáhorfendur Stöðvar 2. Ástralska sjónvarpsþáttaröðin hefur verið á dagskrá sjónvarps í 37 ár og stefndi í að þáttaröðin myndi kveðja fyrir fullt og allt. Ekki varð af því, sem betur fer fyrir dygga aðdáendur.

Lífið
Fréttamynd

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Fótbolti