Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 09:35 Sex létu lífið og margir eru sagðir hafa særst, þar á meðal eitt ungt barn. AP/Rick Rycroft Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. Ástand þeirra sem slösuðust liggur ekki fyrir. Það sama má segja um tilefni árásarinnar en Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir það til rannsóknar. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Hann sagðist ekki vilja velta vöngum yfir mögulegu tilefni árásarinnar og sagði að það yrði rannsakað ítarlega. Albanese hrósaði í hástert lögreglukonu sem skaut árásarmanninn en hún er sögð hafa hlaupið beint inn í verslunarmiðstöðina og mætt árásarmanninum ein. „Hugrekki þessa lögregluþjóns … Hún er svo sannarlega hetja,“ sagði Albanese. Þá sagðist hann fullviss um að hún hefði bjargað mannslífum. 'The police officer is certainly a hero'Australian PM Anthony Albanese talks about the bravery shown by the lone female police officer who shot the suspect in a shopping centre in Sydney."She saved lives", he adds.https://t.co/PXNUY1nDMK Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/krms2jz9su— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Mynd af lögregluþjóninum og árásarmanninum, eftir að hún skaut hann, hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Ástralíu og víðar. Female police officer took out the Sydney stabbing rampage terrorist.Hero. Give her the Order of Australia pic.twitter.com/yWeoqVHCfs— Drew Pavlou (@DrewPavlou) April 13, 2024 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Cooke, næstráðandi hjá lögreglunni í Sydney, að ekki liggi fyrir hver árásarmaðurinn sé. Þá sagði hann að ekki væri búið að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða. BREAKING: Latest pictures show the suspect inside the shopping centre in Sydney holding a weapon.Police say he was later confronted by a lone female police officer and shot dead.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/5jviWmFHWK— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Uppfært: Tala látinna hefur hækkað úr fimm í sex. Ástralía Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ástand þeirra sem slösuðust liggur ekki fyrir. Það sama má segja um tilefni árásarinnar en Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir það til rannsóknar. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Hann sagðist ekki vilja velta vöngum yfir mögulegu tilefni árásarinnar og sagði að það yrði rannsakað ítarlega. Albanese hrósaði í hástert lögreglukonu sem skaut árásarmanninn en hún er sögð hafa hlaupið beint inn í verslunarmiðstöðina og mætt árásarmanninum ein. „Hugrekki þessa lögregluþjóns … Hún er svo sannarlega hetja,“ sagði Albanese. Þá sagðist hann fullviss um að hún hefði bjargað mannslífum. 'The police officer is certainly a hero'Australian PM Anthony Albanese talks about the bravery shown by the lone female police officer who shot the suspect in a shopping centre in Sydney."She saved lives", he adds.https://t.co/PXNUY1nDMK Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/krms2jz9su— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Mynd af lögregluþjóninum og árásarmanninum, eftir að hún skaut hann, hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Ástralíu og víðar. Female police officer took out the Sydney stabbing rampage terrorist.Hero. Give her the Order of Australia pic.twitter.com/yWeoqVHCfs— Drew Pavlou (@DrewPavlou) April 13, 2024 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Cooke, næstráðandi hjá lögreglunni í Sydney, að ekki liggi fyrir hver árásarmaðurinn sé. Þá sagði hann að ekki væri búið að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða. BREAKING: Latest pictures show the suspect inside the shopping centre in Sydney holding a weapon.Police say he was later confronted by a lone female police officer and shot dead.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/5jviWmFHWK— Sky News (@SkyNews) April 13, 2024 Uppfært: Tala látinna hefur hækkað úr fimm í sex.
Ástralía Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira