Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 08:47 Blómvöndur við kirkju góða hirðisins í Wakeley í Ástralíu þar sem unglingspiltur stakk biskup og prest við messu. AP/Mark Baker Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera. Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera.
Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31