Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 06:52 Leigubílstjórar fóru illa út úr því þegar Uber ruddist skyndilega inn á markaðinn í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá. Ástralía Leigubílar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá.
Ástralía Leigubílar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira