Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 06:52 Leigubílstjórar fóru illa út úr því þegar Uber ruddist skyndilega inn á markaðinn í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá. Ástralía Leigubílar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá.
Ástralía Leigubílar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira