Kanada

Fréttamynd

Sektuð fyrir að taka ólaðan manninn í göngutúr

Par í Kanada hefur verið sektað fyrir að brjóta gegn útgöngubanni vegna Covid-19 eftir að lögregla stöðvaði þau þar sem konan leiddi manninn í ól. Konan sagðist bara vera „úti að ganga með hundinn“, sem er heimilt samkvæmt reglunum.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu

Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu.

Erlent
Fréttamynd

Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn

James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku konu sem sendi eitur til Hvíta hússins

Kona sem er grunuð um að hafa sent eitur í pósti til Hvíta hússins og löggæslustofnana í Texas var handtekin á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bréfin virðist konan hafa póstlagt í Kanada og stendur rannsókn yfir í Quebec.

Erlent
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra Kanada hættir

Bill Morneau, fjármálaráðherra Kanada, hefur tilkynnt um afsögn sína í kjölfar fregna um deilur hans og Justin Trudeau forsætisráðherra um fjárútlát kanadíska ríkisins til verndar efnahag landsins.

Erlent
Fréttamynd

Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong

Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu.

Erlent