Fjármálastjóri Huawei fær að fara aftur heim til Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 20:18 Vel gæti verið að Meng fái að hitta fjölskyldu sína fljótlega, eftir þriggja ára fangelsisvist. Getty/Mert Alper Dervis Fjármálastjóri kínverska tæknirisans Huawei mun fá að snúa aftur til Kína eftir þrjú ár á bak við lás og slá í Kanada. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag en gegn lausninni mun fjármálastjórinn þurfa að viðurkenna brotin sem hann er sakaður um. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Hueawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, hefur verið í haldi í Kanada frá því að hún var handtekin þar árið 2018, að beiðni bandarískra stjórnvalda. Málið vakti mikla athygli og hafði gríðarleg áhrif á þegar stirð samskipti stjórnvalda í Kína og Washington. New York Times greinir frá. Í byrjun árs 2019 lagði bandaríska dómsmálaráðuneytið fram þrettán ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar sneru að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Meng mætti, í gegn um fjarfund, fyrir alríkisdómstól í Brooklyn í Bandaríkjunum í dag þar sem samningaviðræður fóru fram. Samkvæmt samkomulaginu munu alríkissaksóknarar láta ákærur niður falla gegn því að hún viðurkenni sök. Saksóknarar sögðu fyrir dómi í dag að samkvæmt samkomulaginu muni dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna draga til baka beiðni til kanadískra stjórnvalda að Meng verði framseld til Bandaríkjanna. Það muni flýta fyrir lausn hennar, gefið að hún standi við sinn hluta samkomulagsins. Ákærur gegn henni verði felldar niður 1. desember 2022. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00 CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Hueawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, hefur verið í haldi í Kanada frá því að hún var handtekin þar árið 2018, að beiðni bandarískra stjórnvalda. Málið vakti mikla athygli og hafði gríðarleg áhrif á þegar stirð samskipti stjórnvalda í Kína og Washington. New York Times greinir frá. Í byrjun árs 2019 lagði bandaríska dómsmálaráðuneytið fram þrettán ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu og Meng, sem er æðsti fjárreiðumaður þess. Meðal þess sem ákærurnar sneru að eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Meng mætti, í gegn um fjarfund, fyrir alríkisdómstól í Brooklyn í Bandaríkjunum í dag þar sem samningaviðræður fóru fram. Samkvæmt samkomulaginu munu alríkissaksóknarar láta ákærur niður falla gegn því að hún viðurkenni sök. Saksóknarar sögðu fyrir dómi í dag að samkvæmt samkomulaginu muni dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna draga til baka beiðni til kanadískra stjórnvalda að Meng verði framseld til Bandaríkjanna. Það muni flýta fyrir lausn hennar, gefið að hún standi við sinn hluta samkomulagsins. Ákærur gegn henni verði felldar niður 1. desember 2022.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00 CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Vilja að hætt sé við framsal Lögmenn Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, biðluðu í gær til Davids Lametti, dómsmálaráðherra Kanada, um að meðferð á framsalsbeiðni Bandaríkjanna á hendur Meng yrði hætt. Þetta sagði í fréttatilkynningu lögmannanna. 25. júní 2019 08:00
CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27
Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær. 15. mars 2019 10:45