Erlent

Hundruð Teslu-eig­enda sátu fastir vegna bilunar í smá­forriti

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Smá­forrit Teslu lá niðri í nokkra klukku­tíma í gær og gátu margir því ekki startað bíl sínum.
Smá­forrit Teslu lá niðri í nokkra klukku­tíma í gær og gátu margir því ekki startað bíl sínum. getty/Jim Dyson

Bilun í smá­forriti raf­bíla­fram­leiðandans Teslu varð til þess að hundruð Teslu-eig­enda gátu ekki startað bílum sínum í gær.

Elon Musk, forstjóri fyrir­tækisins Teslu, greindi frá því á Twitter í gær að vandinn hefði skapast vegna bilunar í net­þjóni en hún olli því að for­rit sumra bíla­eig­enda gat ekki tengst bílum þeirra. Þeir komu þeim því ekki í gang og sátu margir hverjir fastir í nokkra klukku­tíma.

Elon Musk, forstjóri Tesla.Getty/Liesa Johannssen-Koppitz

Um fimm hundruð Teslu-eig­endur til­kynntu um vanda­málið víðs vegar um heim; í Banda­ríkjunum, Kanada, Evrópu og í Asíu, að því er fram kemur í frétt The Guardian um málið.

„Af­sakið þetta, við munum grípa til ráð­stafana svo að þetta komi aldrei fyrir aftur,“ sagði Elon Musk á Twitter seint í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×