Björgunarsveitir

Fréttamynd

Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk

Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Leitin ekki borið árangur

Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur að kanna aðstæður fyrir kafara.

Innlent
Fréttamynd

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.

Innlent
Fréttamynd

Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum

Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmenn gengu af göflunum

Sex slökkviliðsmenn sem gengið hafa þvert yfir hálendið frá Akureyri til Selfoss komu að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi klukkan 11. Með hlaupinu lögðu þeir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið og söfnuðu fyrir hitakassa á barnadeild sjúkrahússins

Innlent