Mikið tjón víða um land eftir lægðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 18:31 Björgunarsveitarmenn að störfum í dag. Vísir/vilhelm Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14