Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 11:44 Aftakaveður er og hefur verið á landinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. LANDSBJÖRG Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG
Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira