Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:12 Það má með sanni segja að færð sé slæm á Suðurnesjum í dag. Lögregla á Suðurnesjum Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41