Myndlist

Fréttamynd

Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum

Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Það tengja allir við sína sundlaug“

Myndlistarmaðurinn Unnar Ari opnar sýninguna Sundform á HönnunarMars þann fjórða maí næstkomandi. Á sýningunni verða 105 prentverk eftir Unnar af hverri einustu sundlaug landsins. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá þessu skapandi verkefni.

Menning
Fréttamynd

Auka sýnileika hjá úkraínsku listafólki á Íslandi

Samtökin ARTISTS4UKRAINE opnuðu á dögunum listgallerí á Laugavegi 12, í sama húsi og Prikið er staðsett. Þar sýna úkraínskir listamenn verk sín ásamt öðrum og stefnt er að því að hafa galleríið gangandi í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Blaðamaður ræddi við Alexander Zaklynsky, sem stofnaði ARTISTS4UKRAINE ásamt Juliu Mai Linnéu Mariu.

Menning
Fréttamynd

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.

Menning
Fréttamynd

Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“

Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Menning
Fréttamynd

Feil­skot við Nýló

Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Innlent
Fréttamynd

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Innlent
Fréttamynd

Góðgerðarmál og menning sameinast á kraftmikinn hátt til styrktar Úkraínu

Samtökin Artists4Ukraine standa að ýmsum menningartengdum viðburðum í Bíó Paradís þar sem allur ágóði frá viðburðunum rennur til fjölbreyttra góðgerðarfélaga í Úkraínu. Í kvöld, miðvikudaginn 6. apríl, munu Arists4Ukraine í samstarfi við úkraínska kvikmyndafyrirtækið MaGiKa films sýna kvikmyndina Ivan’s Land eftir úkraínska leikstjórann Andrii Lysetskyi.

Menning
Fréttamynd

Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann

Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Menning
Fréttamynd

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Menning