Vélsmiðja og myndlist í mögnuðum samruna Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2022 15:48 Markús var járnsmiður og myndlistaráhugamaður. Hann lét eftir sig mikið safn málverka sem teljast lykilverk í íslenskri myndlistarsögu. Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar á afar sérstæðri sýningu laugardaginn 1. október. Hún stendur aðeins yfir í fjórar klukkustundir og er í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði. Þetta er gróið iðnaðarhverfi og þar má finna ýmis fyrirtæki sem eru í stórkarlalegri starfsemi, ekki nokkuð sem fólk almennt tengir við myndlist. Sýningin hefst klukkan 13 og stendur til 17 og er aðeins þennan eina dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Ástríðufullur safnari Hér er saga að baki sem má heita athyglisverð en stofnandi Héðins, Markús Ívarsson, var ástríðufullur málverkasafnari. hann fór jafnan um á hjóli og eyddi miklum hluta launa sinna í listaverk. Stórkostlegt verk eftir Jón Stefánsson (1881-1962) en hér má sjá Markús Ívarsson, vélsmið og myndlistaráhugamanninn árið 1934. „Þegar við lítum til baka sjáum við að arfleifð stofnendanna Markúsar og Bjarna Þorsteinssonar er ein ástæða þess að Héðinn er ennþá blómlegt fyrirtæki. Myndlistaráhugi Markúsar er annar angi af þessari arfleifð,“ segir Halldóri Lárussyni, stjórnarformanni Héðins en Markús var langafi hans. Listarverk sem Markús keypti af samtímamönnum sínum eru lykilverk í íslenskri myndlistarsögu og hanga uppi í opinberum byggingum. „Héðinn hefur alla tíð tengst íslenskum myndlistarmönnum nánum böndum. Markús hefur haft einstakt auga, og við sjáum sterka tengingu á milli myndlistaráhuga hans og hugmynda hans um fyrirtækjarekstur, hvort tveggja hefur staðist tímans tönn,“ segir Halldór. Einn af vélasölum Héðins við Gljáhellu 4, ekki beint hefðbundið rými fyrir málverkasýningu.Baldur Kristjánsson Sýningin sem um ræðir er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli Héðins en sýnd verða verk úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar. Markús var fæddur 1884, járnsmiður að mennt og með brennandi áhuga á myndlist. Hann keypti málverk eftir listamenn samtíma síns og studdi þannig meðvitað við ýmist listafólk sem bjó við kröpp kjör við upphaf ferils síns en átti síðar eftir að slá í gegn. Skildi eftir sig mikið safn Markús féll frá árið 1943, 59 ára gamall, og skildi eftir sig gríðarlegt safn myndlistar, um 200 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og höggmyndir. Árið 1951 færðu ekkja Markúsar, Kristín Andrésdóttir og dætur þeirra, Listaverkasafni ríkisins 56 verk úr þessu stóra safni. Jón Þorleifsson (1891-1961), Skip í Reykjavíkurhöfn, 1940. Tilkynnt var um gjöfina þann 27. ágúst sama dag og Listasafn Íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum við Suðurgötu á efstu hæð byggingarinnar þar sem Þjóðminjasafnið er nú á öllum hæðum. Afkomendur Markúsar létu ekki þar við sitja. Árið 1966 færðu þær safninu að auki eitt verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Sjá roðann á hnjúkunum háu, frá 1930, árið 1997 gáfu afkomendur verkið Dettifoss eftir Svein Þórarinsson í tilefni af 75 ára afmæli Vélsmiðjunnar Héðins og árið 2007 bættist frá þeim í safneign Listasafn Ísland málverk af Markúsi Ívarssyni eftir Jón Stefánsson, málað 1934. Sýnir það Markús í bláum samfestingi, hugsi á svip með hamar og meitil í hendi og verður meðal verka sem hanga uppi á sýningunni. Jóhannes Kjarval (1885-1972), Íslenskir listamenn við skilningstréð, 1919. Myndlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. 27. febrúar 2022 08:01 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þetta er gróið iðnaðarhverfi og þar má finna ýmis fyrirtæki sem eru í stórkarlalegri starfsemi, ekki nokkuð sem fólk almennt tengir við myndlist. Sýningin hefst klukkan 13 og stendur til 17 og er aðeins þennan eina dag. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningarhönnuður er Axel Hrafnkell Jóhannesson og af hálfu Listasafni Íslands er sýningarteymið Anna Jóhannsdóttir og Nathalie Jacqueminet. Ástríðufullur safnari Hér er saga að baki sem má heita athyglisverð en stofnandi Héðins, Markús Ívarsson, var ástríðufullur málverkasafnari. hann fór jafnan um á hjóli og eyddi miklum hluta launa sinna í listaverk. Stórkostlegt verk eftir Jón Stefánsson (1881-1962) en hér má sjá Markús Ívarsson, vélsmið og myndlistaráhugamanninn árið 1934. „Þegar við lítum til baka sjáum við að arfleifð stofnendanna Markúsar og Bjarna Þorsteinssonar er ein ástæða þess að Héðinn er ennþá blómlegt fyrirtæki. Myndlistaráhugi Markúsar er annar angi af þessari arfleifð,“ segir Halldóri Lárussyni, stjórnarformanni Héðins en Markús var langafi hans. Listarverk sem Markús keypti af samtímamönnum sínum eru lykilverk í íslenskri myndlistarsögu og hanga uppi í opinberum byggingum. „Héðinn hefur alla tíð tengst íslenskum myndlistarmönnum nánum böndum. Markús hefur haft einstakt auga, og við sjáum sterka tengingu á milli myndlistaráhuga hans og hugmynda hans um fyrirtækjarekstur, hvort tveggja hefur staðist tímans tönn,“ segir Halldór. Einn af vélasölum Héðins við Gljáhellu 4, ekki beint hefðbundið rými fyrir málverkasýningu.Baldur Kristjánsson Sýningin sem um ræðir er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli Héðins en sýnd verða verk úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar. Markús var fæddur 1884, járnsmiður að mennt og með brennandi áhuga á myndlist. Hann keypti málverk eftir listamenn samtíma síns og studdi þannig meðvitað við ýmist listafólk sem bjó við kröpp kjör við upphaf ferils síns en átti síðar eftir að slá í gegn. Skildi eftir sig mikið safn Markús féll frá árið 1943, 59 ára gamall, og skildi eftir sig gríðarlegt safn myndlistar, um 200 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og höggmyndir. Árið 1951 færðu ekkja Markúsar, Kristín Andrésdóttir og dætur þeirra, Listaverkasafni ríkisins 56 verk úr þessu stóra safni. Jón Þorleifsson (1891-1961), Skip í Reykjavíkurhöfn, 1940. Tilkynnt var um gjöfina þann 27. ágúst sama dag og Listasafn Íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum við Suðurgötu á efstu hæð byggingarinnar þar sem Þjóðminjasafnið er nú á öllum hæðum. Afkomendur Markúsar létu ekki þar við sitja. Árið 1966 færðu þær safninu að auki eitt verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Sjá roðann á hnjúkunum háu, frá 1930, árið 1997 gáfu afkomendur verkið Dettifoss eftir Svein Þórarinsson í tilefni af 75 ára afmæli Vélsmiðjunnar Héðins og árið 2007 bættist frá þeim í safneign Listasafn Ísland málverk af Markúsi Ívarssyni eftir Jón Stefánsson, málað 1934. Sýnir það Markús í bláum samfestingi, hugsi á svip með hamar og meitil í hendi og verður meðal verka sem hanga uppi á sýningunni. Jóhannes Kjarval (1885-1972), Íslenskir listamenn við skilningstréð, 1919.
Myndlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. 27. febrúar 2022 08:01 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. 27. febrúar 2022 08:01
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01