Skemmtilegir hlutir til að gera í London Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. október 2022 16:25 Stórborgin London iðar af lífi og býr yfir ótal skemmtilegum upplifunum. Maremagnum/Getty Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. Borgin er gríðarlega stór og býr yfir ótal mörgum hverfum en íbúarnir segja gjarnan að þrátt fyrir að eyða allri ævinni í London sé alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Því er erfitt að takmarka möguleikana við einn lista en hér verður stiklað á stóru og mega lesendur búast við öðrum og ólíkum lista eftir næstu London ferð blaðamanns einhvern tíma síðar. Vert er að taka fram að listinn er ekki unninn í samstarfi við nein fyrirtæki. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Matur og drykkur London er stútfull af góðum veitingastöðum sem bjóða upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlauka, augu og eyru. Veitingastaðirnir eru gjarnan eins og listasöfn, með plötusnúða sem spila grípandi danstóna, listamenn og hönnuði sem vinna í samstarfi við staðina og oft er öllu til tjaldað þegar það kemur að innréttingunni. Það er best að bóka borð með ágætis fyrirvara þar sem það er oft fullbókað eitthvað fram í tímann. Sketch Veitingastaðurinn sketch gallery er í persónulegu uppáhaldi blaðamanns sem hefur heimsótt staðinn síðastliðin 16 ár og séð hann í ólíkum uppsetningum. Klósettin á sketch eru ævintýraleg upplifun þar sem hvert og eitt klósett er staðsett inni í eggi og loftið er gert úr litríkum ljósum. Þegar farið er á sketch er eiginlega óskrifuð regla að maður verði að taka spegla sjálfsmynd inn á baði. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Húsið býr yfir nokkrum rýmum, þegar gengið er niður má finna ævintýralegan bar til vinstri með stórbrotnu veggfóðri, velúr sófum og það er ótrúlega hátt til lofts. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Til hægri er svo veitingastaðurinn sketch gallery en á nokkurra ára fresti tekur ákveðinn listamaður yfir rýmið og hannar það í samvinnu við veitingastaðinn og arkitekt. Þá er matseðlinum líka breytt sem og tónlistinni þannig allt vinnur saman að heildrænni upplifun. Fyrr á árinu var staðurinn endurhannaður af bresk nígeríska listamanninum Yinka Shonibare CBE og arkitektnum India Mahdavi. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Allar máltíðir eru skemmtilegar á sketch, hvort sem það er á föstudagskvöldi, í sunnudags bröns eða í afternoon tea. Inn af veitingastaðnum má svo finna bar sem snýst hægt og rólega í hringi. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Sushisamba Sushisamba er á efstu hæð Heron Tower í London og þar geta veitingagestir notið stórbrotins útsýnis yfir borgina á meðan þeir gæða sér á ljúffengu sushi-i og smáréttum frá Japan, Brasilíu og Perú. Þar er tónlistin spiluð hátt og snjallt, oft í umsjón plötusnúðs, og út af veitingastaðnum er skemmtilegur útibar þar sem risastórt bleikt tré við barinn er vinsælt viðfangsefni Instagram mynda. Andrúmsloftið er líflegt og skemmtilegt, alvöru partý matarupplifun. View this post on Instagram A post shared by SUSHISAMBA London (@sushisamba_ldn) Hakkasan Hakkasan í Mayfair er mjög smart veitingastaður sem býður upp á svokallað Cantonese Cuisine. Ljúffengir smáréttir, úrvals kokteilar, há tónlist og almennt góð stemning. View this post on Instagram A post shared by Hakkasan London (@hakkasanlondon) Kai Mayfair Kínverskur Michelin stjörnu veitingastaður þar sem hægt er að smakka einhverja bestu crispy duck sem til er ásamt fjölbreyttu úrvali af afbragðs góðum mat. Fullkomið sunnudagskvöld í London. View this post on Instagram A post shared by Kai Mayfair (@kaimayfair) Buddha Bar Buddha Bar keðjan veldur ekki vonbrigðum en þessir gífurlega vinsælu veitingastaðir eru í fleiri stórborgum á borð við París, New York og Dubai. Þar er alltaf einkennandi tónlist en Buddha Bar hefur í áratugi gefið út geisladiska með tónlist sem er sérstaklega samin fyrir veitingastaðina. Á kvöldin er oftast plötusnúður sem spilar grípandi takt í lounge/house/groove-i og hægt er að gæða sér á fjölbreyttum réttum frá úrvals asískri matargerð. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar London (@buddha_bar_london) Aqua Nueva Aqua Nueva er staðsett miðsvæðis í London, rétt hjá Oxford Circus lestarstöðinni. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í spænskri matargerð og brunch-inn þeirra er engum líkur, áhugaverður, óvenjulegur og skemmtilegur. Þar er líka rooftop bar sem er frábær á góðum dögum, með fallegu útsýni og góðum drykkjum. View this post on Instagram A post shared by aqua nueva (@aquanueva) The Ivy The Ivy er breskur veitingastaður sem er að finna víða um Bretland og býður upp á fjölbreytt úrval matar frá ólíkum heimshornum. View this post on Instagram A post shared by The Ivy, West Street (@theivywestst) Staðurinn er hvað þekktastur fyrir fræga matargesti á borð við Madonnu. The Ivy á West Street er einstaklega skemmtilegur. Retro innrétting, listaverk á veggjum og breskur matur upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by The Ivy, West Street (@theivywestst) Fortnum & Mason Á fjórðu hæð vöruhússins Fortnum & Mason má finna dásamlegan veitingastað þar sem píanóleikari spilar ljúfa tóna fyrir veitingagesti sem panta sér hágæða afternoon tea. Afternoon Tea er mjög svo breskt fyrirbæri þar sem þú færð þér te, litlar samlokur, skonsur og litlar kökur og klæðist gjarnan þínu fínasta pússi. Á neðstu hæð Fortnum & Mason er líka að finna eina bestu og fínustu matvörubúð Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Fortnum & Mason (@fortnums) Claridges Claridges er fimm stjörnu lúxus hótel í Mayfair en þar er einnig hægt að fá ljúffengt hágæða afternoon tea í mjög svo flottu umhverfi. View this post on Instagram A post shared by CLARIDGE S (@claridgeshotel) Side Hustle Side Hustle er áhugaverður bar í Govent Garden sem tilheyrir hinu mjög svo smart Nomad hóteli og býður upp á úrvals kokteila eftir fagfólk. View this post on Instagram A post shared by The NoMad Hotel (@thenomadhotel) Itsu Hollur og góður skyndibiti upp á sitt besta. Itsu er að finna víða um London og þar er hægt að grípa sér edamame baunir, sushi bita, dumplings og alls konar gómsætt á góðu verði. View this post on Instagram A post shared by itsu (@itsuofficial) Sexyfish Skvísustaður með asískum mat, súper flottum bar, gullfallegri hönnun, góðri tónlist og fljúgandi fiskum. View this post on Instagram A post shared by SEXY FISH (@sexyfishlondon) Tíska og hönnun Fjölbreytileikinn skín skært hjá Lundúnabúum sem eru jafnan einstaklega færir við að tjá sig í gegnum tísku á ólíka vegu. Verslanirnar eru ótal margar og á fjölbreyttu verðbili. Þá eru svokölluð vöruhús með ýmsum verslunum undir sama þaki mjög vinsæl en blaðamaður verður að mæla með því að stilla á timer og velja afmarkaðan tíma þar inni því það getur tekið mikla orku að eyða heilum degi inn í vöruhúsi og tíminn á það til að fljúga frá manni. Þar eru líka oftast ágætlega snyrtileg almenningssalerni sem er mjög gott að vita af þegar maður er á vappi í stórborg. View this post on Instagram A post shared by Vivienne Westwood (@viviennewestwood) Selfridges Selfridges er eitt stærsta vöruhús London borgar og þar er hægt að finna næstum því allt sem tískuáhugafólk girnist. Húðvörur, farði, fatnaður, yfirhafnir, töskur, skór, skart, kampavínsbar, listmunir, nuddstofa, húsgögn, matvöruverslun, eldhúsvörur og þar fram eftir götum, allt er til. Gluggaskreytingarnar í Selfridges bera af í glæsileika og eru sérstaklega skemmtilegar þegar jólin nálgast. View this post on Instagram A post shared by Selfridges (@theofficialselfridges) Liberty Gamalt og klassískt vöruhús. Húsið eitt og sér er gullfallegt og vert að skoða en það er líka upplifun að kíkja inn og skoða úrval af ilmum, lúxus vörum, silkiklútum, fatnaði og alls konar skemmtilegu. View this post on Instagram A post shared by Liberty London (@libertylondon) Carnaby Street Lítil gata við Oxford Street þar sem seríur hanga húsa á milli og vinsælar tískuverslanir eru staðsettar. View this post on Instagram A post shared by CarnabyLondon (@carnabylondon) Soho Í Soho eru ýmsir nytjamarkaðir og áhugaverðar búðir sem selja allt milli himins og jarðar. Ítalska tískumerkið Fiorucci er með stóra og skemmtilega búð í Soho með úrvali af munstruðum og litríkum flíkum. Þar er einnig að finna vín- og kaffibar til að gera verslunar upplifunina skemmtilegri. Í Soho er jafnframt auðvelt að sækja innblástur til fólksins sem spókar sig um göturnar og frumlegheitin fá svo sannarlega að njóta sín. View this post on Instagram A post shared by FIORUCCI (@fiorucci) Old & New Bond Street Hátísku gatan Bond Street skiptist í tvo hluta, Old Bond Street og New Bond Street. Þar má finna fína hönnuði á borð við Versace, Dior og Vivienne Westwood ásamt öðrum fínni búðum og inn á milli leynast óhefðbundnar verslanir hjá sjálfstætt starfandi hönnuðum úti. Gestum verslana býðst gjarnan kampavínsglas þegar þeir skoða sig um og geta heimsóknir í þessar verslanir oft verið einhvers konar listasafns upplifun. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Brick Lane Á Brick Lane er að finna ýmsa nytjamarkaði og sölubása, lítil kaffihús, líf og list, menningu og fjör. Algjörlega þess virði að taka einn dag á Brick Lane og gera góð og skemmtileg kaup. View this post on Instagram A post shared by BRICK LANE VINTAGE (@bricklanevintage) Portobello Road Gatan Portobello Road er staðsett þvert í gegnum Notting Hill og um helgar má þar finna einn skemmtilegasta götumarkað sem sögur fara af. Ótal margir básar og fjölbreytileikinn er þar alls ráðandi. View this post on Instagram A post shared by @portobelloroadmarket Blaðamaður gæti eitt sinn hafa keypt sér þar rúskins stígvél sem ná langt upp á læri og myndi telja það ein skemmtilegustu kaup sem hann hefur gert. Á Portobello er líka hægt að smakka alls konar street food og má þá sérstaklega mæla með grilluðu hamborgurunum. View this post on Instagram A post shared by @portobelloroadmarket Camden Sömu sögu má segja af Camden markaðnum, skemmtileg upplifun, fjölbreytt úrval götubása og góður matur. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Dover Street Market Ótrúlega töff tískuverslun á mörgum hæðum sem sérhæfir sig í samtímahönnuðum en upplifunin er einmitt nákvæmlega eins og að fara á glæsilegt hönnunarsafn. Hver og ein hæð býður upp á einstakt ævintýri ólíkt öðru og það er auðvelt að fá tísku innblástur þegar maður kíkir á Dover Street Market. Á efstu hæð er svo lítið og kósí kaffihús. View this post on Instagram A post shared by DOVER STREET MARKET LONDON (@doverstreetmarketlondon) Aimé Leon Dore, 32 Broadwick Street Falleg, listræn, smekkleg og töff verslun í Soho með frábæru kaffihúsi og götutísku eins og hún gerist best. View this post on Instagram A post shared by Aime Leon Dore (@aimeleondore) Covent Garden Covent Garden er dásamlegt hverfi sem hýsir meðal annars glæsilegt Óperuhús London borgar. Í Covent Garden er stór og skemmtilegur markaður, frábærar bókabúðir, góðir veitingastaðir og leikhúsin í West End. Hverfið iðar af menningu en þar er einnig hægt að skella sér í dans eða jóga tíma í Pinapple Studios þar sem fólk á öllum aldri sameinast í skemmtilegri hreyfingu. View this post on Instagram A post shared by Covent Garden (@coventgardenldn) Harrods Harrods er sögulegt breskt vöruhús sem selur fínar flíkur og muni en þar eru einnig veitingastaðir og frábær matvörubúð. Það er alveg ekta breskt að kíkja í Harrods og sérstaklega huggulegt yfir veturinn þar sem jólaskreytingarnar njóta sín í botn. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) TK Maxx Það er hægt að gera einhver bestu kaup lífs síns í TK Maxx með þolinmæðina að vopni. Verslunin er á nokkrum stöðum í London og víða um Bretland og selur allt milli himins og jarðar frá hönnuðum og merkjum sem eiga það til að vera dýr en eru þar á lækkuðu verði. List og menning London er sem áður segir mikil menningarmiðja með ótakmarkaða valmöguleika þegar það kemur að því að skoða og upplifa list. Oftast er ókeypis inn á söfnin, sem eiga það til að vera einhver flottustu listasöfn Evrópu. Fyrir menningarþyrsta er gott að hafa augun opin þegar gengið er um borgina þar sem lítil gallerí leynast á hverju strái og rambaði blaðamaður meðal annars óvart inn á eitt gallerí í Mayfair sem sýndi upprunaleg verk eftir Andy Warhol. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Halcyon Gallery Frábærega skemmtilegt listgallerí sem leynir meðal annars á verkum Warhol. View this post on Instagram A post shared by Halcyon Gallery (@halcyongallery) Tate Britain og Tate Modern Gríðarlega stór og falleg söfn. Tate Britain býr yfir verkum frá öllum tímabilum þar sem sígildir meistarar endurreisnar og barokks njóta sín á meðan að Tate Modern sérhæfir sig meira í 19. og 20. aldar meisturum á borð við Picasso og Jackson Pollock. Á söfnunum eru oft sérstakar sýningar og var Tate Modern sem dæmi með sýningu Ólafs Elíassonar árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Tate (@tate) National Gallery og Trafalgar Square National Gallery er eitt stærsta listasafn London og er staðsett á Trafalgar Square sem er lifandi og sögulegt svæði. View this post on Instagram A post shared by National Gallery (@nationalgallery) Saatchi gallery Skemmtilegt samtíma listgallerí á King’s Road sem setur reglulega upp nýjar og áhugaverðar sýningar. View this post on Instagram A post shared by Saatchi Gallery (@saatchi_gallery) Westminster Abbey Ein frægasta kirkja Bretlands þar sem ótal mörg konungleg brúðkaup hafa átt sér stað. Kirkjan er stórglæsileg en þar eru einnig um 3000 manns grafnir sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið frægir í sínu lífi. Það er einstaklega áhugaverð að skoða grafhýsin þar sem til dæmis er hægt að heimsækja leiði hjá konungsfólki fortíðar og vísindamönnum á borð við Isaac Newton, Charles Darwin og Stephen Hawking. View this post on Instagram A post shared by Westminster Abbey (@westminsterabbeylondon) Harry Potter í Warner Bros Studio Algjört möst fyrir alla Harry Potter aðdáendur View this post on Instagram A post shared by Warner Bros. Studio Tour (@wbtourlondon) National History Museum Gríðarstórt og skemmtilegt safn fyrir alla sem hafa áhuga á að sjá tilkomumiklar beinagrindur af risaeðlum og fræðast um náttúruna á áhugaverða vegu. Victoria and Albert Museum V&A er safn menningar og listar en safnið heldur reglulega sýningar um tísku þar sem ákveðin hönnun eða hönnuður fær að njóta sín hverju sinni og saga tískunnar er rekin. View this post on Instagram A post shared by Victoria and Albert Museum (@vamuseum) Útivera Í London má finna ótal mörg græn svæði og skemmtilega garða sem eru dásamlegir á sólríkum dögum óháð árstíðum, hvort sem fólk hefur áhuga á útihlaupi, jóga með ókunnugum eða bara að sitja í grasinu, fá sér nasl og njóta líðandi stundar. Meðal skemmtilegra garða má nefna Green Park, Regent's Park og Hyde Park. Útihlaup með fram Thames eru frábær leið til að njóta London á öðruvísi máta og svo er að sjálfsögðu skemmtilegt að heimsækja Buckingham Palace en þar í kring eru einnig fallegir garðar. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Annað sem má nefna: Shoreditch og Hackney Hverfi í austur og norð-austur London sem eru mjög skemmtileg hipstera hverfi með lifandi menningarsenu og góðum víbrum. Saint Christophers Place Dásamlega huggulegt torg fyrir aftan Selfridges á Oxford Street. Litlir veitingastaðir og krúttlegar verslanir. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) London Eye Eitt besta útsýni af London sem finnst en ekki fyrir lofthrædda og tekur töluvert langan tíma að bíða í röð. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Að lokum þá mælir blaðamaður með að skipuleggja ekki um of og leyfa borginni að koma sér á óvart. Rölta á milli hverfa, njóta líðandi stundar og horfa í kringum sig til að upplifa umhverfið. Leyfið þessari mögnuðu borg að fylla ykkur af innblæstri. Bretland Menning Myndlist Tíska og hönnun Ferðalög Matur Tengdar fréttir Skemmtilegir hlutir til að gera í París Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París. 27. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið
Borgin er gríðarlega stór og býr yfir ótal mörgum hverfum en íbúarnir segja gjarnan að þrátt fyrir að eyða allri ævinni í London sé alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Því er erfitt að takmarka möguleikana við einn lista en hér verður stiklað á stóru og mega lesendur búast við öðrum og ólíkum lista eftir næstu London ferð blaðamanns einhvern tíma síðar. Vert er að taka fram að listinn er ekki unninn í samstarfi við nein fyrirtæki. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Matur og drykkur London er stútfull af góðum veitingastöðum sem bjóða upp á spennandi ferðalag fyrir bragðlauka, augu og eyru. Veitingastaðirnir eru gjarnan eins og listasöfn, með plötusnúða sem spila grípandi danstóna, listamenn og hönnuði sem vinna í samstarfi við staðina og oft er öllu til tjaldað þegar það kemur að innréttingunni. Það er best að bóka borð með ágætis fyrirvara þar sem það er oft fullbókað eitthvað fram í tímann. Sketch Veitingastaðurinn sketch gallery er í persónulegu uppáhaldi blaðamanns sem hefur heimsótt staðinn síðastliðin 16 ár og séð hann í ólíkum uppsetningum. Klósettin á sketch eru ævintýraleg upplifun þar sem hvert og eitt klósett er staðsett inni í eggi og loftið er gert úr litríkum ljósum. Þegar farið er á sketch er eiginlega óskrifuð regla að maður verði að taka spegla sjálfsmynd inn á baði. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Húsið býr yfir nokkrum rýmum, þegar gengið er niður má finna ævintýralegan bar til vinstri með stórbrotnu veggfóðri, velúr sófum og það er ótrúlega hátt til lofts. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Til hægri er svo veitingastaðurinn sketch gallery en á nokkurra ára fresti tekur ákveðinn listamaður yfir rýmið og hannar það í samvinnu við veitingastaðinn og arkitekt. Þá er matseðlinum líka breytt sem og tónlistinni þannig allt vinnur saman að heildrænni upplifun. Fyrr á árinu var staðurinn endurhannaður af bresk nígeríska listamanninum Yinka Shonibare CBE og arkitektnum India Mahdavi. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Allar máltíðir eru skemmtilegar á sketch, hvort sem það er á föstudagskvöldi, í sunnudags bröns eða í afternoon tea. Inn af veitingastaðnum má svo finna bar sem snýst hægt og rólega í hringi. View this post on Instagram A post shared by sketch (@sketchlondon) Sushisamba Sushisamba er á efstu hæð Heron Tower í London og þar geta veitingagestir notið stórbrotins útsýnis yfir borgina á meðan þeir gæða sér á ljúffengu sushi-i og smáréttum frá Japan, Brasilíu og Perú. Þar er tónlistin spiluð hátt og snjallt, oft í umsjón plötusnúðs, og út af veitingastaðnum er skemmtilegur útibar þar sem risastórt bleikt tré við barinn er vinsælt viðfangsefni Instagram mynda. Andrúmsloftið er líflegt og skemmtilegt, alvöru partý matarupplifun. View this post on Instagram A post shared by SUSHISAMBA London (@sushisamba_ldn) Hakkasan Hakkasan í Mayfair er mjög smart veitingastaður sem býður upp á svokallað Cantonese Cuisine. Ljúffengir smáréttir, úrvals kokteilar, há tónlist og almennt góð stemning. View this post on Instagram A post shared by Hakkasan London (@hakkasanlondon) Kai Mayfair Kínverskur Michelin stjörnu veitingastaður þar sem hægt er að smakka einhverja bestu crispy duck sem til er ásamt fjölbreyttu úrvali af afbragðs góðum mat. Fullkomið sunnudagskvöld í London. View this post on Instagram A post shared by Kai Mayfair (@kaimayfair) Buddha Bar Buddha Bar keðjan veldur ekki vonbrigðum en þessir gífurlega vinsælu veitingastaðir eru í fleiri stórborgum á borð við París, New York og Dubai. Þar er alltaf einkennandi tónlist en Buddha Bar hefur í áratugi gefið út geisladiska með tónlist sem er sérstaklega samin fyrir veitingastaðina. Á kvöldin er oftast plötusnúður sem spilar grípandi takt í lounge/house/groove-i og hægt er að gæða sér á fjölbreyttum réttum frá úrvals asískri matargerð. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar London (@buddha_bar_london) Aqua Nueva Aqua Nueva er staðsett miðsvæðis í London, rétt hjá Oxford Circus lestarstöðinni. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í spænskri matargerð og brunch-inn þeirra er engum líkur, áhugaverður, óvenjulegur og skemmtilegur. Þar er líka rooftop bar sem er frábær á góðum dögum, með fallegu útsýni og góðum drykkjum. View this post on Instagram A post shared by aqua nueva (@aquanueva) The Ivy The Ivy er breskur veitingastaður sem er að finna víða um Bretland og býður upp á fjölbreytt úrval matar frá ólíkum heimshornum. View this post on Instagram A post shared by The Ivy, West Street (@theivywestst) Staðurinn er hvað þekktastur fyrir fræga matargesti á borð við Madonnu. The Ivy á West Street er einstaklega skemmtilegur. Retro innrétting, listaverk á veggjum og breskur matur upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by The Ivy, West Street (@theivywestst) Fortnum & Mason Á fjórðu hæð vöruhússins Fortnum & Mason má finna dásamlegan veitingastað þar sem píanóleikari spilar ljúfa tóna fyrir veitingagesti sem panta sér hágæða afternoon tea. Afternoon Tea er mjög svo breskt fyrirbæri þar sem þú færð þér te, litlar samlokur, skonsur og litlar kökur og klæðist gjarnan þínu fínasta pússi. Á neðstu hæð Fortnum & Mason er líka að finna eina bestu og fínustu matvörubúð Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Fortnum & Mason (@fortnums) Claridges Claridges er fimm stjörnu lúxus hótel í Mayfair en þar er einnig hægt að fá ljúffengt hágæða afternoon tea í mjög svo flottu umhverfi. View this post on Instagram A post shared by CLARIDGE S (@claridgeshotel) Side Hustle Side Hustle er áhugaverður bar í Govent Garden sem tilheyrir hinu mjög svo smart Nomad hóteli og býður upp á úrvals kokteila eftir fagfólk. View this post on Instagram A post shared by The NoMad Hotel (@thenomadhotel) Itsu Hollur og góður skyndibiti upp á sitt besta. Itsu er að finna víða um London og þar er hægt að grípa sér edamame baunir, sushi bita, dumplings og alls konar gómsætt á góðu verði. View this post on Instagram A post shared by itsu (@itsuofficial) Sexyfish Skvísustaður með asískum mat, súper flottum bar, gullfallegri hönnun, góðri tónlist og fljúgandi fiskum. View this post on Instagram A post shared by SEXY FISH (@sexyfishlondon) Tíska og hönnun Fjölbreytileikinn skín skært hjá Lundúnabúum sem eru jafnan einstaklega færir við að tjá sig í gegnum tísku á ólíka vegu. Verslanirnar eru ótal margar og á fjölbreyttu verðbili. Þá eru svokölluð vöruhús með ýmsum verslunum undir sama þaki mjög vinsæl en blaðamaður verður að mæla með því að stilla á timer og velja afmarkaðan tíma þar inni því það getur tekið mikla orku að eyða heilum degi inn í vöruhúsi og tíminn á það til að fljúga frá manni. Þar eru líka oftast ágætlega snyrtileg almenningssalerni sem er mjög gott að vita af þegar maður er á vappi í stórborg. View this post on Instagram A post shared by Vivienne Westwood (@viviennewestwood) Selfridges Selfridges er eitt stærsta vöruhús London borgar og þar er hægt að finna næstum því allt sem tískuáhugafólk girnist. Húðvörur, farði, fatnaður, yfirhafnir, töskur, skór, skart, kampavínsbar, listmunir, nuddstofa, húsgögn, matvöruverslun, eldhúsvörur og þar fram eftir götum, allt er til. Gluggaskreytingarnar í Selfridges bera af í glæsileika og eru sérstaklega skemmtilegar þegar jólin nálgast. View this post on Instagram A post shared by Selfridges (@theofficialselfridges) Liberty Gamalt og klassískt vöruhús. Húsið eitt og sér er gullfallegt og vert að skoða en það er líka upplifun að kíkja inn og skoða úrval af ilmum, lúxus vörum, silkiklútum, fatnaði og alls konar skemmtilegu. View this post on Instagram A post shared by Liberty London (@libertylondon) Carnaby Street Lítil gata við Oxford Street þar sem seríur hanga húsa á milli og vinsælar tískuverslanir eru staðsettar. View this post on Instagram A post shared by CarnabyLondon (@carnabylondon) Soho Í Soho eru ýmsir nytjamarkaðir og áhugaverðar búðir sem selja allt milli himins og jarðar. Ítalska tískumerkið Fiorucci er með stóra og skemmtilega búð í Soho með úrvali af munstruðum og litríkum flíkum. Þar er einnig að finna vín- og kaffibar til að gera verslunar upplifunina skemmtilegri. Í Soho er jafnframt auðvelt að sækja innblástur til fólksins sem spókar sig um göturnar og frumlegheitin fá svo sannarlega að njóta sín. View this post on Instagram A post shared by FIORUCCI (@fiorucci) Old & New Bond Street Hátísku gatan Bond Street skiptist í tvo hluta, Old Bond Street og New Bond Street. Þar má finna fína hönnuði á borð við Versace, Dior og Vivienne Westwood ásamt öðrum fínni búðum og inn á milli leynast óhefðbundnar verslanir hjá sjálfstætt starfandi hönnuðum úti. Gestum verslana býðst gjarnan kampavínsglas þegar þeir skoða sig um og geta heimsóknir í þessar verslanir oft verið einhvers konar listasafns upplifun. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Brick Lane Á Brick Lane er að finna ýmsa nytjamarkaði og sölubása, lítil kaffihús, líf og list, menningu og fjör. Algjörlega þess virði að taka einn dag á Brick Lane og gera góð og skemmtileg kaup. View this post on Instagram A post shared by BRICK LANE VINTAGE (@bricklanevintage) Portobello Road Gatan Portobello Road er staðsett þvert í gegnum Notting Hill og um helgar má þar finna einn skemmtilegasta götumarkað sem sögur fara af. Ótal margir básar og fjölbreytileikinn er þar alls ráðandi. View this post on Instagram A post shared by @portobelloroadmarket Blaðamaður gæti eitt sinn hafa keypt sér þar rúskins stígvél sem ná langt upp á læri og myndi telja það ein skemmtilegustu kaup sem hann hefur gert. Á Portobello er líka hægt að smakka alls konar street food og má þá sérstaklega mæla með grilluðu hamborgurunum. View this post on Instagram A post shared by @portobelloroadmarket Camden Sömu sögu má segja af Camden markaðnum, skemmtileg upplifun, fjölbreytt úrval götubása og góður matur. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Dover Street Market Ótrúlega töff tískuverslun á mörgum hæðum sem sérhæfir sig í samtímahönnuðum en upplifunin er einmitt nákvæmlega eins og að fara á glæsilegt hönnunarsafn. Hver og ein hæð býður upp á einstakt ævintýri ólíkt öðru og það er auðvelt að fá tísku innblástur þegar maður kíkir á Dover Street Market. Á efstu hæð er svo lítið og kósí kaffihús. View this post on Instagram A post shared by DOVER STREET MARKET LONDON (@doverstreetmarketlondon) Aimé Leon Dore, 32 Broadwick Street Falleg, listræn, smekkleg og töff verslun í Soho með frábæru kaffihúsi og götutísku eins og hún gerist best. View this post on Instagram A post shared by Aime Leon Dore (@aimeleondore) Covent Garden Covent Garden er dásamlegt hverfi sem hýsir meðal annars glæsilegt Óperuhús London borgar. Í Covent Garden er stór og skemmtilegur markaður, frábærar bókabúðir, góðir veitingastaðir og leikhúsin í West End. Hverfið iðar af menningu en þar er einnig hægt að skella sér í dans eða jóga tíma í Pinapple Studios þar sem fólk á öllum aldri sameinast í skemmtilegri hreyfingu. View this post on Instagram A post shared by Covent Garden (@coventgardenldn) Harrods Harrods er sögulegt breskt vöruhús sem selur fínar flíkur og muni en þar eru einnig veitingastaðir og frábær matvörubúð. Það er alveg ekta breskt að kíkja í Harrods og sérstaklega huggulegt yfir veturinn þar sem jólaskreytingarnar njóta sín í botn. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) TK Maxx Það er hægt að gera einhver bestu kaup lífs síns í TK Maxx með þolinmæðina að vopni. Verslunin er á nokkrum stöðum í London og víða um Bretland og selur allt milli himins og jarðar frá hönnuðum og merkjum sem eiga það til að vera dýr en eru þar á lækkuðu verði. List og menning London er sem áður segir mikil menningarmiðja með ótakmarkaða valmöguleika þegar það kemur að því að skoða og upplifa list. Oftast er ókeypis inn á söfnin, sem eiga það til að vera einhver flottustu listasöfn Evrópu. Fyrir menningarþyrsta er gott að hafa augun opin þegar gengið er um borgina þar sem lítil gallerí leynast á hverju strái og rambaði blaðamaður meðal annars óvart inn á eitt gallerí í Mayfair sem sýndi upprunaleg verk eftir Andy Warhol. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Halcyon Gallery Frábærega skemmtilegt listgallerí sem leynir meðal annars á verkum Warhol. View this post on Instagram A post shared by Halcyon Gallery (@halcyongallery) Tate Britain og Tate Modern Gríðarlega stór og falleg söfn. Tate Britain býr yfir verkum frá öllum tímabilum þar sem sígildir meistarar endurreisnar og barokks njóta sín á meðan að Tate Modern sérhæfir sig meira í 19. og 20. aldar meisturum á borð við Picasso og Jackson Pollock. Á söfnunum eru oft sérstakar sýningar og var Tate Modern sem dæmi með sýningu Ólafs Elíassonar árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Tate (@tate) National Gallery og Trafalgar Square National Gallery er eitt stærsta listasafn London og er staðsett á Trafalgar Square sem er lifandi og sögulegt svæði. View this post on Instagram A post shared by National Gallery (@nationalgallery) Saatchi gallery Skemmtilegt samtíma listgallerí á King’s Road sem setur reglulega upp nýjar og áhugaverðar sýningar. View this post on Instagram A post shared by Saatchi Gallery (@saatchi_gallery) Westminster Abbey Ein frægasta kirkja Bretlands þar sem ótal mörg konungleg brúðkaup hafa átt sér stað. Kirkjan er stórglæsileg en þar eru einnig um 3000 manns grafnir sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið frægir í sínu lífi. Það er einstaklega áhugaverð að skoða grafhýsin þar sem til dæmis er hægt að heimsækja leiði hjá konungsfólki fortíðar og vísindamönnum á borð við Isaac Newton, Charles Darwin og Stephen Hawking. View this post on Instagram A post shared by Westminster Abbey (@westminsterabbeylondon) Harry Potter í Warner Bros Studio Algjört möst fyrir alla Harry Potter aðdáendur View this post on Instagram A post shared by Warner Bros. Studio Tour (@wbtourlondon) National History Museum Gríðarstórt og skemmtilegt safn fyrir alla sem hafa áhuga á að sjá tilkomumiklar beinagrindur af risaeðlum og fræðast um náttúruna á áhugaverða vegu. Victoria and Albert Museum V&A er safn menningar og listar en safnið heldur reglulega sýningar um tísku þar sem ákveðin hönnun eða hönnuður fær að njóta sín hverju sinni og saga tískunnar er rekin. View this post on Instagram A post shared by Victoria and Albert Museum (@vamuseum) Útivera Í London má finna ótal mörg græn svæði og skemmtilega garða sem eru dásamlegir á sólríkum dögum óháð árstíðum, hvort sem fólk hefur áhuga á útihlaupi, jóga með ókunnugum eða bara að sitja í grasinu, fá sér nasl og njóta líðandi stundar. Meðal skemmtilegra garða má nefna Green Park, Regent's Park og Hyde Park. Útihlaup með fram Thames eru frábær leið til að njóta London á öðruvísi máta og svo er að sjálfsögðu skemmtilegt að heimsækja Buckingham Palace en þar í kring eru einnig fallegir garðar. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Annað sem má nefna: Shoreditch og Hackney Hverfi í austur og norð-austur London sem eru mjög skemmtileg hipstera hverfi með lifandi menningarsenu og góðum víbrum. Saint Christophers Place Dásamlega huggulegt torg fyrir aftan Selfridges á Oxford Street. Litlir veitingastaðir og krúttlegar verslanir. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) London Eye Eitt besta útsýni af London sem finnst en ekki fyrir lofthrædda og tekur töluvert langan tíma að bíða í röð. View this post on Instagram A post shared by VISIT LONDON (@visitlondon) Að lokum þá mælir blaðamaður með að skipuleggja ekki um of og leyfa borginni að koma sér á óvart. Rölta á milli hverfa, njóta líðandi stundar og horfa í kringum sig til að upplifa umhverfið. Leyfið þessari mögnuðu borg að fylla ykkur af innblæstri.
Bretland Menning Myndlist Tíska og hönnun Ferðalög Matur Tengdar fréttir Skemmtilegir hlutir til að gera í París Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París. 27. febrúar 2022 15:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið
Skemmtilegir hlutir til að gera í París Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París. 27. febrúar 2022 15:31