Samfélag og samtímalist

Í fréttatilkynningu frá Torg segir meðal annars:
„Ísland er framandi og afskekkt, með einstaka ásýnd og einstakt í háttum.
Á tímum umdeildra listhópa, óútskiptanlegra eiginda (NFT) og stórviðburða kynnum við listamannarekna listamessu, rekna á vegum samfélags listamanna sem telur 950 félaga og þar á meðal alþjóðlega listamenn sem búa og starfa á Íslandi. Hlutverk hennar eru mörg: að styðja við listiðkun í nánu samstarfi við nærsamfélag og efla tengingu þess við samtímalist.
Þetta er ekki þetta venjulega, ekki enn eitt geggjað verkefnið, heldur heiðarlegur viðburður sem skiptir máli.“
Fimmtíu listamenn
Um fimmtíu fjölbreyttir listamenn sýna verk sín á Korpúlfsstöðum. Þar má nefna Rúrí, unga listamenn með verk á tíu metra löngum vegg og samhliða einkasýningu listamannsins Brands um eldgos.

Sýningarstjóri er Ayis Zita en listamessan fer fram yfir tvær helgar, 14. - 16. október og 21. - 23. október næstkomandi.
Nánari upplýsingar má finna hér.

