Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 06:43 Mótmælendurnir límdu hendur sínar við vegginn eftir að þeir köstuðu stöppunni á verkið. AP/Letzte Generation Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum. Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum.
Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira