Suður-Ameríka

Fréttamynd

Hyggst losa um byssulöggjöf Brasilíu

Jair Bolsonaro verðandi forseti Brasilíu tók kollega sinn Donald Trump til fyrirmyndar og tilkynnti áform sín á Twitter. Bolsonaro hyggst rýmka skotvopnalöggjöf Brasilíu.

Erlent
Fréttamynd

Kólumbískur eiturlyfjabarón skotinn til bana

Kólumbíski glæpaleiðtoginn og eiturlyfjabaróninn Walter Arizala, betur þekktur sem "Guacho“ var í dag skotinn til bana af teymi kólumbískra sérsveitarmanna eftir að hafa verið á flótta síðustu mánuði. Þetta tilkynnti Ivan Duque, forseti Kólumbíu, í sjónvarpsávarpi fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Assange hafnar samkomulaginu

Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20

Valdamestu leiðtogar heims mættu til fundar í argentínsku höfuðborginni í gær. Skrifað var undir nýjan NAFTA-samning. Rússar gagnrýna aflýsingu á fundi Trumps og Pútíns. Trump ræddi við forseta Kína um tollastríð ríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Erlent
Fréttamynd

Argentínski kafbáturinn fundinn

Flak argentínska kafbátsins ARA San Juan er fundið, réttu ári eftir hvarf hans. Kafbáturinn var hluti af flota argentínska sjóhersins og hafði um borð 44 manna áhöfn þegar hann hvarf.

Erlent
Fréttamynd

Tíu látnir eftir skriðu í nágrenni Ríó

Tíu létust og ellefu særðust í skriðu í nágrenni Rio De Janeiro í dag. Yfirvöld hafa greint frá því að vegna mikilla rigninga í dag og í gær hafi stórgrýti losnað úr hlíð við Boa Esperanca hverfið í borginni Niteroi.

Erlent
Fréttamynd

Nýr ráðherra er afar umdeildur

Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn.

Erlent