Erlent

Tíu látnir eftir skriðu í nágrenni Ríó

Andri Eysteinsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum í Boa Esperanca hverfinu.
Frá björgunaraðgerðum í Boa Esperanca hverfinu. AP/ Leo Correa
Tíu létust og ellefu særðust í skriðu í nágrenni Rio De Janeiro í dag. Yfirvöld hafa greint frá því að vegna mikilla rigninga í dag og í gær hafi stórgrýti losnað úr hlíð við Boa Esperanca hverfið í borginni Niteroi.

AP greinir frá því að stórgrýtið hafi runnið niður hlíðina og urðu sex hús fyrir grjótinu og skriðunni.

Að sögn yfirvalda höfðu íbúar verið varaðir við möguleikanum á skriðu en að sögn formanns íbúasamtaka Boa Esperanca höfðu nokkrar fjölskyldur neitað að yfirgefa híbýli sín. 

Unnið er að því að leita að fólki undir skriðunni, slökkvilið Rio hefur gefið út að 10 séu látnir og þar á meðal er 3 ára gamall drengur, tvær eldri konur og karlmaður á miðjum aldri. Meira hefur ekki verið gefið út um fórnarlömb skriðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×