Úrslitaleikur River og Boca verður spilaður utan Argentínu en hvar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Stuðningsmaður River Plate fyrir framan óeirðalögregluna í Buenos Aires. Vísir/Getty Úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores keppninni átti að fara fram í Buenos Aires á laugardag og svo var settur aftur á sama stað á sunnudag. Nú er hinsvegar orðið ljóst að argentínsku liðin fá ekki að útkljá sína baráttu innan landamæra Argentínu. Þetta er seinni leikur liðanna um Copa Libertadores bikarinn en sá fyrri endaði með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca Juniors.OFFICIAL: CONMEBOL confirm that the Copa Libertadores 2018 final second leg between River Plate and Boca Juniors will be played on either the 8th or 9th December and will be played outside of Argentina. pic.twitter.com/ORgfVb7Pa4 — Squawka News (@SquawkaNews) November 27, 2018Fótboltabullur River Plate, sem kalla sig Barra Brava en aðrir kalla mafíu argentínska fótboltans, réðust á liðsrútu Boca Juniors á leið á leikinn þannig að leikmenn slösuðust og algjör ringulreið skapaðist innan herbúða liðsins. Leiknum var seinkað en síðar frestað og síðan frestað aftur daginn eftir. Forsetar River Plate og Boca Juniors og aðrir sem koma að málum hittust í gær á fundi þar sem farið var yfir stöðuna sem og leitað að lausnum og nýjum leikstað og nýjum leiktíma.The 2018 Copa Libertadores final was supposed to go down in history. Just not like this https://t.co/L7H1xUM8zTpic.twitter.com/yTr93HOpJV — Planet Fútbol (@si_soccer) November 28, 2018Knattspyrnusamband Suður-Ameríku tilkynnti síðan eftir þennan langan fund að seinni úrslitaleikurinn yrði spilaður utan Argentínu en það verði tilkynnti seinna hver leikstaðurinn verði. Leikurinn mun ekki fara fram fyrr en 8. eða 9. desember. Mikið var talað um það í gær að færa leikinn til Asunción í Paragvæ en hvorugt félagið var víst spennt fyrir því. Miami borg í Bandaríkjunum var líka nefnd til sögunnar en einnig gæti leikurinn farið fram í Brasilíu. Nýjasta útspilið er að ítalska borgin Genoa hefur kallað eftir að fá leikinn til sín. Borgastjórnin í Genoa skrifaði báðum félögum og bauðst til að hýsa leikinn en innflytjendur frá ítölsku borginni áttu mikinn þátt í því að River Plate og Boca Juniors voru stofnuð á sínum tíma. Argentína Brasilía Fótbolti Suður-Ameríka Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores keppninni átti að fara fram í Buenos Aires á laugardag og svo var settur aftur á sama stað á sunnudag. Nú er hinsvegar orðið ljóst að argentínsku liðin fá ekki að útkljá sína baráttu innan landamæra Argentínu. Þetta er seinni leikur liðanna um Copa Libertadores bikarinn en sá fyrri endaði með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca Juniors.OFFICIAL: CONMEBOL confirm that the Copa Libertadores 2018 final second leg between River Plate and Boca Juniors will be played on either the 8th or 9th December and will be played outside of Argentina. pic.twitter.com/ORgfVb7Pa4 — Squawka News (@SquawkaNews) November 27, 2018Fótboltabullur River Plate, sem kalla sig Barra Brava en aðrir kalla mafíu argentínska fótboltans, réðust á liðsrútu Boca Juniors á leið á leikinn þannig að leikmenn slösuðust og algjör ringulreið skapaðist innan herbúða liðsins. Leiknum var seinkað en síðar frestað og síðan frestað aftur daginn eftir. Forsetar River Plate og Boca Juniors og aðrir sem koma að málum hittust í gær á fundi þar sem farið var yfir stöðuna sem og leitað að lausnum og nýjum leikstað og nýjum leiktíma.The 2018 Copa Libertadores final was supposed to go down in history. Just not like this https://t.co/L7H1xUM8zTpic.twitter.com/yTr93HOpJV — Planet Fútbol (@si_soccer) November 28, 2018Knattspyrnusamband Suður-Ameríku tilkynnti síðan eftir þennan langan fund að seinni úrslitaleikurinn yrði spilaður utan Argentínu en það verði tilkynnti seinna hver leikstaðurinn verði. Leikurinn mun ekki fara fram fyrr en 8. eða 9. desember. Mikið var talað um það í gær að færa leikinn til Asunción í Paragvæ en hvorugt félagið var víst spennt fyrir því. Miami borg í Bandaríkjunum var líka nefnd til sögunnar en einnig gæti leikurinn farið fram í Brasilíu. Nýjasta útspilið er að ítalska borgin Genoa hefur kallað eftir að fá leikinn til sín. Borgastjórnin í Genoa skrifaði báðum félögum og bauðst til að hýsa leikinn en innflytjendur frá ítölsku borginni áttu mikinn þátt í því að River Plate og Boca Juniors voru stofnuð á sínum tíma.
Argentína Brasilía Fótbolti Suður-Ameríka Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira