Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Arna Ýr deilir mynd­bandi af fæðingu sonar síns

Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Býður ekki upp á vel­líðunarnasl fyrir hræddar sálir

Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði hefur sent frá sér skáldsögu og því er haldið fram hér fullum fetum að um stórtíðindi sé að ræða. Bókin er doðrantur, 800 síður og marglaga. Um leið og þetta er algjör veisla fyrir bókmenntafræðinga; þaulhugsuð bygging og ótal skírskotanir til bókmenntasögunnar er hún eins og Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco spennusaga á yfirborðinu.

Menning
Fréttamynd

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

V­á­hrifask­valdrar, sam­fé­lags­bítar og égarar

Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða.

Skoðun
Fréttamynd

Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit

Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lætur æsku­­drauminn rætast og leggur land undir fót

Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum.

Lífið
Fréttamynd

Framtíðin er búin

Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu

Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni.

Erlent