Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 12:22 Twitter hefur verið mikilvægur vettvangur áreiðanlegra upplýsinga um kosningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Með hópuppsögn gærdagsins er teymið sem vann að kosningamálum úr sögunni. AP/Gregory Bull Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir. Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir.
Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57